Hildur Vala Baldursdóttir (23) stolt af sínum manni:

Grínistinn Björn Bragi Arnarsson hélt útgáfuteiti í tilefni bókar sinnar, Áfram Ísland, sem fjallar um leið landsliðs karla í fótbolta á EM. Einvalalið grínista og tónlistarmanna kom fram enda flestir góðir vinir Björns. Það er þó ein sem stendur honum næst en það er sambýliskona hans, Hildur Vala Baldursdóttir, og óhætt er að segja að hún sé stolt af kærasta sínum sem að hennar sögn er duglegur drengur og indæll kærasti.

GLÆSILEGT PAR: Hildur Vala og Björn Bragi eru eitt allra glæsilegasta par landsins.

GLÆSILEGT PAR: Hildur Vala og Björn Bragi eru eitt allra glæsilegasta par landsins.

Blóm „Það var tengdamamma hans sem á heiðurinn af þessum blómum, ég gaf honum blóm þegar bókin kom til landsins. Annars var alveg frábært í partíinu, fullt af skemmtilegu fólki sem kom fram, vinir okkar og fjölskylda komin saman að fagna bókinni,“ segir Hildur Vala spurð út í blómvöndinn sem hún færði kærastanum í útgáfuteitinu.

Góður að elda

Hildur segir Björn Braga vera duglegan dreng sem hellir sér í þau verkefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Eitt af því er að elda fyrir þau hjúin og matvanda hundinn Nettu.

„Það helsta sem hann gerir hérna heima er að elda, það er mjög jákvætt. Hann er líka mjög góður kokkur, tekur sér góðan tíma í þetta og pælir í eldamennskunni. Hann eldar fyrir okkur og svo alveg spes mat fyrir Nettu, hundinn okkar. Hún er svo matvönd og borðar í raun allt nema hundamat þannig að það er mikið lagt upp úr góðum mat og góðri næringu fyrir hana,“ segir Hildur og það fer ekki á milli mála að hún er skotin í sínum manni.

Lestu allt viðtalið og sjáðu myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts