,,Ég vona að þeir sem sækja sýninguna munu upplifa það að tónlist er persónuleg, að sama skapi og tónlist er list.” Klaus Biesenbach.

Um helgina opnaði í MOMA (Museum of Modern Art) í New York yfirlitssýning um feril Bjarkar Guðmundsdóttur, sem vart hefur farið fram hjá neinum.

,,Sýningin sem tekur á margþættum verkum tónskáldsins, tónlistarmannsins og söngkonunnar, Bjarkar, spannar rúm 20 ára af ferli listamannsins. Björk hefur ávallt verið áræðinn, skapandi og á margan hátt hefur hún verðið leiðandi í popptónlist samtímans á hverjum tíma, hvað hljóm, myndbanda-/kvikmyndagerð, tísku og notkun og þróun nýrra hljóðfæra varðar í tónlistarsköpuninni.” Þetta er lýsing á því sem MOMA er að leitast við að ná fram með sýningunni. ,,Við finnum alls staðar fyrir Björk”, segir Klaus Biesenbach.

Sýningin hefur fengið gríðarlega umfjöllun í helstu fjölmiðlum heims, svo og á samfélagsmiðlum. Alls staðar má finna fyrir undirliggjandi aðdáun og virðingu á verkum og ferli Bjarkar.

Viðbrögð hafa heilt yfir þótt nokkuð jákvæð. Sjá má hér nokkur dæmi:

,,Íslenski popplistamaðurinn setur upp sýna fyrstu listasafnssýningu – og hún er frábær.” – The Daily Beast

,,Með tónlist, stórkostlegum myndböndum, vönduðum búningum eru gestir sýningarinnar sendir inn í heim íslensku söngkonunnar, tónskáldsins og tónlistarkonunnar.“ – Patricia Reaney

,,Annað en sumir þá kunni ég að meta sýningu Bjarkar í MOMA.“ – The Muse

,,Björk á betri athygli skilið. Hér er ekkert nýtt sem við höfum ekki séð áður“ – Vulture

 

 

MOMA stendur fram yfir til 7. júní.

Related Posts