Geir Ólafsson (42) og Björk Jakobsdóttir (49) láta gott af sér leiða:

Kiwanisklúbburinn Sólborg úr Hafnarfirði hélt glæsilegt konukvöld til styrktar Leiðarljósi sem er stuðningsmiðstöð langveikra barna. Björk Jakobsdóttir leikkona var kynnir kvöldsins og Geir Ólafsson heillaði viðstadda með söng sínum.

Örlæti „Við höfum aldrei haldið svona stóran viðburð og vorum mjög stressaðar og spenntar yfir hvernig mundi ganga en þetta fór vonum framar. Húsið fylltist af konum á öllum aldri og það er ljóst að á næsta ári verðum við að vera með stærri sal,“ segir Hjördís Harðardóttir, forseti Sólborgar.

Leiðarljós var stofnað 2012 og er stuðningsmiðstöð fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Kiwansiklúbburinn Sólborg hefur styrkt fjölmörg verkefni í gegnum tíðina og í ár var ákveðið að létta undir með Leiðarljósi sem sinnir mikilvægri starfsemi.

„Þetta var frábært kvöld og allir skemmtu sér vel. Við vorum með flotta happdrættisvinninga og pinnamaturinn var frábær. Við erum í skýjunum með móttökurnar, það er okkur mikils virði að gefa af okkur til verðugra verkefna. Allir sem komu að þessu með okkur eiga kærar þakkir skilið, ég hlakka strax til næsta árs,“ segir Hjördís sem starfar ötullega fyrir Kiwnishreyfinguna á Íslandi.

konur

HÉLDU UPPI FJÖRINU: Leikkonan Björk Jakobsdóttir var kynnir á kvöldinu og það fór vel á með þeim Geir Ólafssyni sem söng sig inn í hjörtu viðstaddra.

ÿØÿà

SÁTTAR: Hjördís Harðardóttir og Kristín Magnúsdóttir, frá Kiwanisklúbbnum Sólborg, voru ánægðar með kvöldið.

konukvöld

ÞRÍR ÆTTLIÐIR: Þær sleppa ekki tækifærinu og mæta alltaf þar sem Geir Ólafsson er að syngja.

konur

ÞOKKADÍSIR SÝNDU NÝJUSTU TÍSKU: Ungfrú Ísland, Arna Ýr Jónsdóttir, og hópur þokkadísa sýndu nýjustu vortískuna.

Fylgist með fréttunum í Séð og Heyrt!

Related Posts