Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Vulnicura, er mest sótta platan á iTunes víða um heim. Þar er hægt að nálgast plötuna sem niðurhal og má til gamans geta að meira en 30 lönd hafa óð verið að sækja hana, þar á meðal Bretland, Danmörk, Mexíkó, Ísreael, Rússland, Suður Afríka og Spánn svo eitthvað sé nefnt.

Platan hefur fengið glimrandi góða dóma og er hægt að nálgast hana einnig á tonlist.is á Íslandi.

,,Ég stóð mig af því að skapa verk sem býr yfir sárri sorg. Ég er svolítið hissa hversu rækilega ég hafði skráð þetta í nánast tilfinningalegri tímaröð, t.d. 3 lög fyrir sambandslit og 3 eftir, svo mannfræðingurinn í mér laumaðist fram og varð til þess að ég ákvað að deila lögunum þannig,“ segir segir frá aðdraganda plötunnar á heimasíðu sinni: www.bjork .com.
,,Fyrst óttaðist ég að það væri of eigingjarnt en hugarfarsafstaðan breyttist, hugsanlega væru  lögin það alhiða að þau gætu vonandi komið fólki til hjálpar, verið hækja og sannað hversu líffræðilegt þetta ferli er: sárið og heilun þess, bæði andlega og líkamlega, það er til leið út.”

Related Posts