Björgólfur Thor (49) fékk ekki miða:

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson er einn þeirra sem fékk ekki miða á leik Íslands og Frakklands á EM.

Björgólfur var einn af þeim fjölmörgu sem keyptu miða af Birni Steinbekk, fyrrum framkvæmdarstjóra tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík, en flestir af miðunum sem Björn seldi voru annað hvort falsaðir eða höfðu áður verið notaðir og því komst fólk ekki inn á leikinn.

Einhverjir þeirra sem keyptu miða af Birni komust þó inn á leikinn og sumir þegar um klukkutími var liðinn af leiknum.

Samkvæmt heimildum Séð og Heyrt komst þó Björgólfur ekki á leikinn og missti því af stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts