Ljósmyndararnir Spessi (59) og Friðgeir Trausti Helgason (49) sluppu úr klóm Bakkusar:

Friðgeir er ótrúlega hæfileikaríkur ljósmyndari sem stökk fullmótaður fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum. Segja má að hann hafi verið eins og sofandi risi því undir áru sukkarans leyndist afburðalistamaður.

Sofandi risi „Þetta er rosalega fín sýning og alveg áreynslulaus og án tilgerðar, eins og Friðgeir sjálfur,“ segir Spessi um sýningu Friðgeirs Trausta Helgasonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Friðgeir

BLEIKT OG BLÁTT: Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, og Friðgeir voru báðir í flottum skyrtum.

„Það opnuðu nokkrar sýningar á Ljósmyndahátíð í Reykjavík og mér finnst þetta langbesta sýningin,“ bætir hann við. Friðgeir og Spessi kynntust í gegnum ljósmyndun en þeir eiga báðir líka sameiginlegt að hafa sloppið við illan leik úr klóm Bakkusar.

ÿØÿà

FLOTT SAMAN: Steinunn Ólína er edrú eins og Spessi og þau voru flott saman á opnuninni.

„Friðgeir sá viðtal við mig í Kastljósi þegar ég var að gefa út bók og hann hafði samband við mig í kjölfarið. Hann vildi eignast bókina því hann safnar ljósmyndabókum. Síðan höfum við verið mjög góðir vinir og ferðast saman „on the road“ í Ameríku. Við fórum saman frá New Orleans til Kansas og til baka. Ég náði í hann til að elda með mér friðararmáltíð í Kansas en Kansasbúar meika ekki að hafa ekki kjöt,“ segir Spessi sem sjálfur er grænmetisæta.“

Friðgeir hefur einungis tekið myndir í örfá ár og frami hans hefur verið ótrúlega skjótur. „Hann kemur vel mótaður af lífinu inn í ljósmyndunina og gerði strax flottar myndir,“ segir Spessi. „Hann hefur mikla reynslu af lífinu og hefur verið viðriðinn listamenn og listaheiminn í Los Angeles lengi.“

Friðgeir var búinn að missa allt og bjó í pappakassa á götum Los Angeles þegar hann fór í meðferð. „Sköpunarhæfileikinn komst ekki að fyrir sukki og rugli en hann kemur ótrúlega þroskaður inn í ljósmyndunina,“ segir Spessi.

Friðgeir

BROSA: Friðgeir tekur allar myndirnar sínar á filmu og stækkar þær sjálfur en stundum grípur hann líka í símann eins og þessi sýningargestur.

 

Friðgeir

GÓÐ VINKONA: Birgitta Jónsdóttir hefur þekkt Friðgeir um árabil og hún ávarpaði sýningargesti.

Séð og Heyrt er myndablaðið með fréttunum!

 

Related Posts