Bjarni Hafþór Helgason (58) og Ingunn Wernersdóttir (52) eru nýgift:

Bjarni Hafþór Helgason fyrrum fjölmiðlamaður og fyrrum fjármálastjóri KEA gekk að eiga sína heittelskuðu Ingunni Wernersdóttur síðustu helgi, en Ingunn er systir Steingríms og Karls Wernerssona.

„Búin að tengja“ Brúðkaupið fór fram í Háteigskirkju og gaf séra Hjálmar Jónsson þau saman og var stór hluti ræðu hans í bundnu máli. Brúðurin óskaði eftir að brúðhjónin tilvonandi myndu ganga saman inn kirkjugólfið undir laginu Tengja sem Bjarni samdi, en lagið kom út með hljómsveitinni Skriðjöklum fyrir 30 árum síðan. Það var Þórir Úlfarsson sem útsetti lagið fyrir strengjasveit.

Í brúðkaupinu flutti Páll Rósinkranz nýtt lag og texta eftir Bjarna, Ég elska þig, og gerði dóttir hans Anna Hafþórsdóttir myndband við lagið. Útsetning lagsins og hljómsveitarstjórn var í höndum Þóris Úlfarssonar.

Nú eru brúðhjónin búin að tengja sig saman og óskar Séð og Heyrt þeim innilega til hamingju með ástina og hjónabandið.

Séð og Heyrt fjallar um brúðkaup.

Related Posts