Þyrluflugmaðurinn Andri Jóhannesson (35) lék í risastórri auglýsingu:

Andra Jóhannessyni er margt til lista lagt. Hann flýgur þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, er hljóðmaður og leikur einnig í auglýsingum. Nýjasta auglýsingin sem Andri leikur í er klárlega sú stærsta en hann fékk hlutverk sem flugmaður fyrir flugfélag í Asíu. Auglýsingin sem Andri leikur í verður sýnd um alla Asíu og áætlar Andri að um 2 milljarðar manna muni sjá hana. Þyrluflug á þó hug hans allan en hann er einn af hetjunum í Landhelgisgæslunni sem sjá um að bjarga mannslífum.

ELSKAR ÞYRLUR: Andri Jóhannesson er í draumastarfinu hjá Landhelgisgæslunni. Starfið er einkar gefandi ásamt því að Andri fær að gera það sem hann elskar. Fljúga þyrlu.

ELSKAR ÞYRLUR: Andri Jóhannesson er í draumastarfinu hjá Landhelgisgæslunni. Starfið er einkar gefandi ásamt því að Andri fær að gera það sem hann elskar. Fljúga þyrlu.

Risastórt „Ég var að leika þyrluflugmann fyrir stórt flugfélag í Asíu. Þetta var tekið upp hér heima að hluta til og ég held að um 2 milljarðar muni sjá þessa auglýsingu. Þetta eru alveg svakalegar tölur í Asíu, enda gríðarlegur fjöldi fólks sem þar býr,“ segir Andri um auglýsinguna.

„Ég fékk hlutverkið í gegnum íslenska umboðsskrifstofu. Hún er með fullt af fólki á skrá og það var hringt þaðan og ég spurður hvort ég vildi ekki taka slaginn. Ég hef áður leikið í einhverjum auglýsingum þannig að ég hef einhverja reynslu af þessu,“ segir Andri og honum er svo sannarlega margt til lista lagt.

ALVÖRUMAÐUR: Andri er ein af hetjunum í Landhelgisgæslunni.

ALVÖRUMAÐUR: Andri er ein af hetjunum í Landhelgisgæslunni.

„Ég er að vinna hjá Landhelgisgæslunni og síðan er ég poppari um helgar. Ég var hljóðmaður hjá Eivör í mörg ár og var að túra með henni og síðan hef ég oft verið með á Iceland Airwaves. Ég er verktaki hjá Exton en í gamla daga var ég þar í fullu starfi.“

 

Fíkn að fljúga þyrlu

Andri segist hafa dreymt um það sem ungur drengur að fljúga flugvélum. Sá draumur breyttist þó skyndilega eftir fyrstu þyrluferðina.

Í FULLUM SKRÚÐA: Það dugir ekki að skella sér bara á bolnum upp í þyrlu. Andri þarf að vera í rétta gallanum og með allt á hreinu.

Í FULLUM SKRÚÐA: Það dugir ekki að skella sér bara á bolnum upp í þyrlu. Andri þarf að vera í rétta gallanum og með allt á hreinu.

„Þetta byrjaði á því að ég var að vinna hjá Exton fyrir mörgum árum og það var einhver hátíð á flugvellinum. Að fljúga flugvél var alltaf draumur þegar ég var polli og ég fór að fikta eitthvað við það eftir þessa hátíð. Eftir að ég prófaði að fljúga þyrlu var ekki aftur snúið. Þetta er eins og fíkn.

Ég heillaðist síðan af þessu starfi hjá Landhelgisgæslunni. Ég var búinn að lesa bækur um menn sem voru að bjarga mannslífum og mér fannst það mjög spennandi,“ segir Andri sem hefur áður starfað við flug.

„Ég var að fljúga fyrir skoskt olíufyrirtæki í Ghana í Afríku og var þar í eitt ár.“

ALLTAF REIÐUBÚINN: Starf Andra getur tekið á og hann þarf alltaf að vera tilbúinn þegar kallið kemur.

ALLTAF REIÐUBÚINN: Starf Andra getur tekið á og hann þarf alltaf að vera tilbúinn þegar kallið kemur.

Bjargar mannslífum

Það er ekki fyrir hvern sem er að starfa hjá Landhelgisgæslunni. Starfið getur tekið á enda geta verkefnin verið snúin og oft eru mannslíf í húfi. Andri segir starfið þó vera virkilega gefandi.

„Við erum á vakt í fjóra sólarhringa og svo erum við í fríi í fjóra sólarhringa. Þú veist aldrei hvenær kallið kemur, stundum er lítið að gerast og stundum er allt í gangi. Það eru mörg eftirminnileg atvik sem hafa komið upp. Maður upplifir bæði sorg og gleði hjá fólki frá fyrstu hendi,“ segir Andri.

„Ég man eftir einni björgun þar sem við björguðum mönnum á strönduðu skipi og það snerti mikið við mér að hitta fjölskyldur mannanna eftir á. Við fengum heiðursskjöld og þessi björgun stendur mér nær. Þetta er magnað, alveg ofboðslega gefandi starf. Ég myndi ekki vilja skipta á þessu fyrir neitt annað starf,“ segir Andri.

SVAKALEGAR GRÆJUR: Það er eins gott að vera með réttu græjurnar þegar þú starfar hjá Landhelgisgæslunni og þessi nætursjónauki er ein af mörgum mögnuðum græjum sem Andri notar við starf sitt.

SVAKALEGAR GRÆJUR: Það er eins gott að vera með réttu græjurnar þegar þú starfar hjá Landhelgisgæslunni og þessi nætursjónauki er ein af mörgum mögnuðum græjum sem Andri notar við starf sitt.

Talar á íslensku

Andri er einn af nokkrum sem taka þátt í auglýsingunni á vegum flugfélagsins en athygli vekur að hann segir sínar línur á íslensku. Andri segist vera tilbúinn að leika í fleiri auglýsingum ef það býðst.

AUGLÝSINGASTJARNA: Andri leikur í risastórri auglýsingu á vegum flugfélags í Asíu. Auglýsingin verður sýnd um alla Asíu og því ljóst að margir munu sjá Andra í sjónvarpinu.

AUGLÝSINGASTJARNA: Andri leikur í risastórri auglýsingu á vegum flugfélags í Asíu. Auglýsingin verður sýnd um alla Asíu og því ljóst að margir munu sjá Andra í sjónvarpinu.

„Sagafilm tók þessa auglýsingu upp hér á landi og eins og ég sagði áður þá á þessi auglýsing að fara um alla Asíu sem er auðvitað spennandi. Ég var um borð í einhverri vél og átti að segja nokkrar línur á íslensku. Ég held að það séu fimm einstaklingar í þessari auglýsingu og við segjum línurnar á okkar tungumálum. Það er ekki stefnan að fara út í auglýsingabransann en maður getur alltaf skotist í þetta ef maður fær einhver tilboð.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts