Þeir eru líklega fáir sem þekkja ekki hljómsveitina Beatles eða Bítlana eins og þeir kallast á íslensku, enda þykja þeir ein áhrifamesta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hjómsveitin var stofnuð í Liverpool á Englandi 1960 og fjórmenningar sem skipuðu hana voru þeir Paul McCartey, John Lennon, Ringo Starr og George Harrison. Þeir störfuðu saman í áratug og eftir að leiðir skildu héldu þeir áfram sólóferli. Lennon var skotinn til bana 1980 og Harrison lést úr lungnakrabba 2001. McCartney og Starr eru enn að semja tónlist.

Bítlarnir eru mest seldu tónlistarmenn allra tíma í Bandatíkjunum og hafa selt fleiri plötur og „singles“ en nokkur annar í Bretlandi. Árið 2008 voru þeir efstir á Billboard-listanum yfir bestu listamenn allra tíma og þeir eiga enn í dag metið yfir flest lög á Hot 100-listanum, með 20 lög. Þeir hafa unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal bæði Óskars- og Grammy-verðlauna.

En Bítlarnir bjuggu ekki bara til tónlist, þeir gerðu líka fimm kvikmyndir á ferli sínum og er hver þeirra tengd plötu sem kom út á svipuðum tíma og ber myndin heiti lags af viðkomandi plötu. Myndunum var öllum gríðarlega vel tekið bæði af gagnrýnendum og aðdáaendum, nema sjónvarpsmyndin.

images

A HARD DAY´S NIGHT (1964): Lífsstílnum fylgt Fyrsta myndin var skemmtilegur farsi og líkja margir henni við myndir Marx-bræður. Myndin er svarthvít og fjallar um lífsstíll fjórmenningana á tónleikaferðalögum og aðdáendurna. Myndin kom út þegar ferill Bítlana stóð sem hæst og þykir enn í dag góð söngvamynd. IMDB: 7,7.

p10515_p_v8_aa

HELP! (1965): Farsi í lit Í annarri mynd Bítlana var meira lagt í framandi tökustaði og er hún tekin á Bahamas, í áströlsku ölpunum, Salzburg og á Englandi við Stonehenge. Bítlarnir halda enn í gleðina og farsann, en eru núna komnir í litmynd. Myndin er tileinkuð Elias Howe sem fann upp saumavélina. IMDB: 7,3.

 

images-2

MAGICAL MYSTERY TOUR (1967): Litrík víma Bítlarnir prófuðu hugvíkkandi lyf á sínum tíma og ber myndin, sem var upphaflega hugmynd McCartney, vitni um það. Myndin sem fjallar um roadtrip á rútu án áfangastaðar er gerð án handrits og bara spunnin á staðnum, litríkt kaos sem fékk ekki vel í kramið hjá aðdáendum og gagnrýnendum. IMDB: 6,2.

images-1

YELLOW SUBMARINE (1968): Teiknimyndagrín Hér er aftur um litrík grín að ræða í teiknimynd og Bítlarnir sjálfir koma aðeins stuttlega fyrir í eigin persónu. Myndin inniheldur þó nokkur af frægustu lögum Bítlanna eins og All You Need Is Love og Eleanor Rigby. IMDB: 7,4.

p44470_p_v8_aa

LET IT BE (1969): Yoko mætt á svæðið Heimildarmyndin um upptöku plötunnar Let It Be er frábær heimild um eina bestu hljómsveit allra tíma. Hér er Yoko Ono komin til sögunnar og brestir farnir að myndast í samstarfi fjórmenningana. IMDB: 7,8.

Related Posts