Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er um þessar mundir í Svíþjóð að huga að hirðisbréfi sínu.

Agnes kemur aftur 2. október en á meðan hún er fjarverandi er Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti sitjandi biskup.

Þegar Séð og Heyrt hafði samband við Biskupsstofu var fátt um svör og ekki einu sinni útskýrt fyrir fréttaritara hvað hirðisbréf væri, heldur var honum bent á Google.

Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, segir í hirðisbréfi sínu frá árinu 2001: „Sú venja er forn að biskup sendi kirkju sinni hirðisbréf, til að uppörva, hvetja og áminna söfnuð sinn, að hætti postulanna.“

Það má því búast við frábæru bréfi frá Agnesi þegar hún kemur aftur.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts