Þriðja myndin um Bridget Jones, Bridget Jones´s Baby, er nú mætt á kvikmyndatjaldið. Breski rithöfundurinn Helen Fielding gaf Bridget fyrst líf í dálkum sínum í blaðinu The Independent 1995. Dálkarnir hétu Bridget Jones´s Diary eða Dagbók Birgittu Jóns og fjölluðu þeir um hina rúmlega þrítugu Bridget sem var einhleyp og búsett í London, Englandi. Dálkarnir fjölluðu um leit Bridget að ástinni, á sama tíma og hún reyndi að átta sig á hvaða spilum lífið úthlutaði henni og djammaði og datt á trúnó með vinahópnum.

285a59da41b744fbb1b3ef64ba2917c78936993747e2de218e04cc50d7664c30

Bjútí Foreldrar Bridget voru svo búsettir í sveitasælunni fyrir utan London og heimsótti Bridget þá reglulega. Dálkarnir gerðu jafnframt góðlátlegt grín að konuglanstímaritum eins og Cosmopolitan sem ávallt bjóða upp á reglur um hvernig við konur eigum að vera og hvað við eigum að gera. Dálkarnir voru gefnir út í bók 1996, Bridget Jones´s Diary og framhaldið kom svo út 1999 Bridget Jones: The Edge of Reason.

Báðar bækurnar voru færðar yfir á hvíta tjaldið, sú fyrri 2001 og sú seinni 2004. Renée Zellweger fór í ömmubrækurnar hennar Bridget og sjarmatröllin Hugh Grant og Colin Firth voru mennirnir í lífi hennar, sá fyrri yfirmaður hennar með brókasótt og sá seinni seinheppni stirðbusalegi lögfræðingurinn, sem á foreldra sem búa í næsta húsi við foreldra Bridget. Fielding gaf síðan þriðju bókina út 2013, Bridget Jones: Mad About the Boy og gerist hún 14 árum eftir atburði bókarinnar sem kom út 2004.

rs_560x415-151211113730-560-bridget-jones-diary2-jm-121115 bridget-jones-diary-l

Nokkurrar gagnrýni gætti þegar hin bandaríska Zellweger fékk hlutverk Bridget sem er eins bresk og þær gerast, en þær gagnrýnisraddir voru fljótlega þaggaðar niður þar sem að hún stóð sig frábærlega í hlutverkinu og talaði með fullkomnum breskum hreim auk þess sem hún uppskar Óskarstilnefningu fyrir.

Kvikmyndirnar fylgja bókunum ekki staf fyrir staf og sú nýjasta er þar engin undantekning og fylgir alls ekki þriðju bókinni. Hugh Grant vildi ekki vera með að þessu sinni og sjarmörinn Patrick Dempsey eða Doctor McDreamy eins og allar konur sem horft hafa á Grey´s Anatomy þekkja hann, bætist því í hlutverk vonbiðla Bridget.

Í nýjustu myndinni, Bridget Jones baby, stendur sögupersónan í þeim sporum að vera orðin ólétt og í nokkrum bobba. En fleiri en einn kemur til greina sem faðir barnsins. Það má því gera ráð fyrir æsispennandi sögu sem mun án efa kæta alla.

lucharan-por-el-bebe-de-bridget-jones-eee687d2c6f2ad640e7e5df8637cb129 renee-zellweger-and-colin-firth

 

ERT ÞÚ BRIDGET JONES?

Taktu prófið og tékkaðu á því

Ertu eldri en 30 ára og single?

Hefur þú farið í „ömmubrókum“ á djammið af því að þær eru þægilegar og/eða þvottadagur og þú ætlar hvort eð er ekki að draga neitt „drasl“ með þér heim?

Áttu tvo ketti eða fleiri?

Hefur þig dreymt um og/eða verið skotin í myndarlega yfirmanninum?

Líður þér alltaf eins og þú sért ennþá 13 ára með spangir í fjölskylduboðum?

Hefur þú klárað tveggja lítra ís, ein upp í sófa á náttfötunum?

Lítur þú svo á að hvítvínsflaska (eða tvær) geti hæglega flokkast sem máltíð?

Hefur þú fengið þér aðeins of mikið í tána í einhverju vinnupartý og sagt og gert hluti sem þú ættir ekki að hafa gert?

Hefur þú einhverntíma mætt í veislu eða partí og algjörlega misskilið „dresskódið“ og „markaðssvæðið“?

Ert þú ítrekað að skrifa niður eitthvert heiti, sem þú frestar svo fram á næsta ár og stendur aldrei við? (byrja í ræktinni, hætta að drekka, hætta að djamma, hætta að reykja, hætta að reyna við vonlausa karlmenn og svo framvegis)

Ef fimm eða fleiri atriði hér að ofan eiga við um þig, þá ertu BRIDGET JONES.
Hringdu í stelpurnar þínar, skellið ykkur á Bridget í bíó og svo á trúnó með hvítvínsglas í hendi.

b8ee00b5bc7e741a34fb30d745253015 59973481650552ed30b8937293051ae4

Séð og Heyrt elskar Bridget Jones.

Related Posts