Birgitta Haukdal er söngkona, söngkennari, rithöfundur og stofnandi síðunnar Mamma rokkar á fésbók, en fyrst og fremst er hún MAMMA. Birgitta er gift, tveggja barna móðir og er svo heppin að geta unnið við ýmislegt. Eins og hún segir sjálf frá er hún svo heppin að eiga tvö dásamleg börn sem kveiktu áhuga hennar á að fara skrifa barnabækur. Henni fannst hræðilegt hversu löngum tíma börn eyða í tölvur, síma og sjónvarp þrátt fyrir ungan aldur. Hún reynir að lesa mikið fyrir börnin sín því öðruvísi telur hún að þau kynnist ekki bókum nema þá í skólanum. Bækurnar hennar Birgittu innihalda sterkar og heilbrigðar fyrirmyndir, hvort sem það er í gegnum aðalsöguhetjuna Láru, Ljónsa bangsann hennar eða foreldra hennar. Hún leggur áherslu á að sagan sé skemmtileg og myndirnar litríkar. Fyrir jólin komu út þriðja og fjórða bókin um Láru og Ljónsa.

Leiftrið Birgitta Haukdal

GEISLANDI Á UNGLINGSÁRUNUM: Birgitta fór ekki í fermingarmyndatöku en ári eftir fermingu fór hún í myndatöku hjá Þór á Húsavík og er ofsaleg glöð að eiga eina svona huggulega mynd frá þessum aldri. Þær voru nefnilega fáar myndirnar sem hún var glöð með þar sem líkamshlutar uxu mishratt og vel eins og gengur og gerist hjá unglingum.

Leiftrið Birgitta Haukdal

VEIÐIKONA: Birgittu þykir dásamlegt að veiða með fjölskyldunni á sumrin. Þar blandast larfurinn í henni og útilegukonan saman við veiðikonuna og úr verður einhver dásamleg blanda, að hennar sögn.

Leiftrið Birgitta Haukdal

Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA: Birgitta rakst á þessa dásamlegu mynd um daginn af Írafár. Frábær stemningsmynd sem lýsir þessum skemmtilega tíma þegar hljómsveitin var á fullu.

Leiftrið Birgitta Haukdal

GÆÐASTUNDIR MEÐ FJÖLSKYLDUNNI: Skíðaferð með fjölskyldunni, ein af mörgum. Birgitta elskar skíðaferðir og þarna er strákurinn hennar og Benedikts Einarssonar rúmlega tveggja ára að læra á skíði. Birgittu finnst bestu fjölskyldufríin vera svona ferðir.

Leiftrið Birgitta Haukdal

SUMAR OG SÓL: Birgitta, pabbi hennar og Sibbi við Mývatn á góðum degi sumarið 1987 sem var hitabylgjusumar í minningunni hjá Birgittu. Fjölskylda Birgittu fór mikið í útilegur og göngur á Norðurlandinu.

Leiftrið Birgitta Haukdal

SÖNGKONAN Í VINNUNNI: Þarna er Birgitta baksviðs á tónleikum þar sem hún var fengin til að syngja á í Portúgal og sjá má Víking, son hennar, dunda sér á bak við hana. Hann er vanur að fara út um allt land og allan heim með mömmu sinni í alls konar verkefni og líkar það mjög vel.

 

ÿØÿà

KRÚTTBOMBAN: Myndataka hjá Pétri ljósmyndara á Húsavík, Birgittu minnir að hún sé um tveggja ára gömul þarna frekar enn þriggja ára.

Leiftrið Birgitta Haukdal

FALLEG SYSTKINI: Þarna er Birgitta nokkurra mánaða í fangi stóra bróður síns, hans Sibba. Henni þykir ákaflega vænt um þessa mynd.

Leiftrið Birgitta Haukdal

GITTAN OG VIGGAN: Birgitta og frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, njóta sín á afmæli Húsavíkurbæjar. Vigdís var og er frábær fyrirmynd fyrir ungar stelpur, að mati Birgittu, og er ein af hennar fyrirmyndum

Leiftrið Birgitta Haukdal

SKÍÐASTELPAN: Birgitta með mömmu sinni á skíðum í Húsavíkurfjalli. Hún var mikið á skíðum sem barn og er enn.

ÿØÿà

RITHÖFUNDURINN: Útgáfuboð vegna nýju Lárubókanna. Birgittu finnst vera mikill innblástur að hafa börnin sín í kringum sig þegar hún er í svona stússi og reynir ávallt að taka þau með.

Leiftrið Birgitta Haukdal

GULLMOLARNIR HENNAR BIRGITTU: Víkingur Brynjar og Saga Júlía, gersemarnar hennar Birgittu, tóku sjálfu með mömmu sinni um páskana í fyrra. Aldrei of snemmt að læra að taka sjálfu.

 

Leiftrið Birgitta Haukdal

NÝJASTA AFURÐ BIRGITTU: Bækurnar um Láru; Lára fer á skíði og Kósíkvöld með Láru.

Séð og heyrt elskar að skoða myndaalbúm.

Related Posts