Birgir Bieldvedt (48) fjárfestir:

Umræður um að hærra tilboð hafi borist í Ásmundarsal en tilboð Sigurbjörns Þorkelssonar og Aðalheiðar Magnúsdóttur hafa verið háværar. Fasteignasalan fór í mikla vörn og sagðist ætla að gefa eftir sölulaunin kæmi það á daginn. Nafn veitingahúsamógúlsins Birgis Bieldfedt var nefnt í því sambandi en hann á stóran hluta í Dominos Pizza, Gló og fleiri veitingastöðum.

Alvöru pizza-tilboð „Það voru margir sem buðu en ég hef ekki hugmynd um hvað þeir buðu,“ segir Birgir um tilboð sitt. „Ég veit hvað ég bauð en það er trúnaðarmál á milli mín og ASÍ. Tilboð eru gerð með ýmsum fyrirvörum þannig að við getum ekki bara litið á krónutöluna. Ég held að það hafi verið misskilningur með tilboðsfrestinn og einhver tilboð bárust of seint, þar á meðal mitt.“

EKKI HARD ROCK: Birgir Bieldvedt gerði tilboð í Ásmundarsal en ætlaði ekki að opna þar veitingastað.

EKKI HARD ROCK: Birgir Bieldvedt gerði tilboð í Ásmundarsal en ætlaði ekki að opna þar veitingastað.

Birgir er eðlilega ekki sáttur við að hafa orðið undir með tilboð sitt en ætlar ekki lengra með málið. „Þessu máli er lokið af minni hálfu því ég fékk ekki eignina og hef því ekkert um það að segja. Ég held að þetta séu mjög fínir eigendur sem fengu salinn og að þau hafi svipuð áform og ég hafði, þannig að þetta er bara gott mál fyrir alla. Það verða engin eftirmál af minni hálfu. Ég ræddi málin við ASÍ en hvort mitt tilboð var hærra eða ekki get ég ekki gefið upp. Það er bara trúnaðarmál.“

Birgir er mikill listunnandi og fer mikið á listsýningar en opnun Hard Rock Cafe í Iðu-húsinu í Lækjargötu hefur tafist og það setti ýmsar vangaveltur af stað.

„Það stóð ekki til að opna Hard Rock í Ásmundarsal. Það fer bara á sinn stað niður í Lækjargötu. Ég held að ég sé kominn með góða lausn á því máli og staðurinn verði kláraður fyrir lok þessa árs. Ég hafði aldrei hugsað mér veitingastað í þessu húsi. Það kom aldrei til greina.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts