Það styttist í verslunarmannahelgina, helgina sem flestir Íslendingar eru á faraldsfæti. Hvort sem ferðinni er heitið í sumarbústað, útihátíð eða til útlanda, treystum við á að allir skemmti sér vel og fari að með gát svo við skilum okkur öll heil heim. Hér kíkjum við á nokkrar kvikmyndir þar sem sögupersónur skelltu sér í ferðalag sem fór á allt annan veg en gert var ráð fyrir í upphafi.

VACATION (1983)
Griswold-fjölskyldan skellir sér hér í „roadtrip“ þvert yfir Bandaríkin og er stefnan sett á skemmtigarðinn Walley World á austurströndinni. Að vanda fer ferðin fljótlega úr böndunum, enda faðirinn, leikinn af Chevy Chase, einstaklega óheppinn og mislukkaður, þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður að gera vel. Þau lenda í hverju veseninu á fætur öðru og loks þegar þau koma á leiðarenda er garðurinn lokaður vegna viðhalds. Þá tekur faðirinn til sinna ráða.  IMDB: 7,4.

vacation

THE GREAT OUTDOORS (1988)
Fjölskyldufaðirinn Chet, leikinn af John Candy, ákveður að taka fjölskylduna í sumarfrí til ferðamannastaðar við vatn. Fríið er þó fljótlega úti þegar óþolandi mágur hans, leikinn af Dan Ayckroyd, mætir á svæðið með sína fjölskyldu. Fjölskyldufríið sem vera átti næs, breytist í stríð milli þessara tveggja ólíku fjölskyldna. IMDB: 6,6.

maxresdefault

WITHOUT A PADDLE (2004)
Þrír vinir, leiknir af Seth Green, Matthew Lillard og Dax Shepard, hittast aftur eftir margra ára aðskilnað í jarðarför fjórða æskuvinarins. Þeir komast að því að sá látni var kominn vel á veg með að finna 200 þúsund dali sem hurfu með flugræningjanum D. B. Cooper 1971. Vinirnir ákveða að ljúka verkefninu, án þess að gera sér grein fyrir hættunum sem því fylgja. IMDB: 5,9.

Without A Paddle 1920x1080

DELIVERANCE (1972)
Klassaleikararnir Jon Voight, Burt Reynolds, Ned Beatty og Ronny Cox leik fjóra vini úr stórborg sem ákveða að treysta vináttuböndin og fara saman í kanósiglingu. Svæðið sem þeir heimsækja er einangrað og ferðin snýst upp í martröð þegar þeir hitta tvo sveitavarga. Vinirnir þurfa að berjast fyrir lífi sínu á leið aftur heim og líklegt er að vináttan verði aldrei söm. Þessi er stranglega bönnuð börnum. IMDB: 7,7.

deliverance1520

MOONRISE KINGDOM (2012)
Strákur og stelpa sem eru 12 ára verða skotin hvort í öðru og ákveða að flýja samfélagið í litlu eyjunni sem þau búa á og flytja út í óbyggðir. Fyrr en varir er rólegt samfélag eyjunnar komið á annan endann. IMDB: 7,8.

moonrise2

EUROTRIP (2004)
Miðskólaneminn Scott heldur, ásamt þremur vinum, í ferðalag frá Ohio, Bandaríkjunum, til Berlínar, Evrópu, til að vinna aftur hug stelpunnar sem hann hafnaði af því að hann hélt að hún væri strákur. Vinirnir lenda í allskonar svaðilförum áður en þeir komast á leiðarenda. IMDB: 6,6.

time-flies-catching-up-with-the-eurotrip-cast-11-years-later-429370

Lestu Séð og Heyrt alla daga og kíktu svo í bíó.

 

 

Related Posts