Og reiðpíska líka:

Mikil eftirvænting ríkir víða vegna frumsýningar á kvikmyndinni 50 gráir skuggar (Fifty Shades Of Grey) sem byggir á samnefndri bók. Myndin verður frumsýnd á Valentínusardag. Vegna frumsýningarinnar hafa þrjár stórar kvikmyndahúsakeðjur í Bretlandi, AMC, Regal Entertainment og Cinemark komið þeim skilaboðum á framfæri að bíógestum er bannað að mæta á sýningar með svipur eða reiðpíska í höndunum.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að töluverð ásókn sé í miða á frumsýningarkvöldinu þann 14. febrúar og að uppselt sé í nokkur hundruðum kvikmyndahúsa.

Eins og kunnugt er af fréttum fara þau Jaime Dornan og Dakota Johnson með aðalhlutverkin í myndinni en bókin er skrifuð af E.L. James.

Related Posts