Forsýning á nýjustu afurð Seth Rogen, Jonah Hill og Evan Goldberg, teiknimyndinni Sausage Party, var í Smárabíó í síðustu viku. Myndin er frumsýnd í dag. Þeir sem þekkja til kappana vita að þeim er ekkert heilagt og þessi mynd er engin undantekning, þeir stela hugmyndum héðan og þaðan og taka grínið alla leið svo jafnvel hörðustu karlmenn vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta yfir neðanbeltishúmornum.

Pylsan Frank eyðir dögunum í kjörbúðinni í að daðra við ástina sína, pylsubrauðið Brendu og dreymir um að þau muni bráðlega vera valin saman til að fara heim með einhverjum viðskiptavina búðarinnar. Og að þar muni þau lifa hamingjusömu lífi saman þar til „best fyrir“ dagsetningin þeirra rennur upp. En eins og allir sem borða mat vita þá er raunveruleikinn annar og mæta margar af persónum myndarinnar hrikalegum örlögum þegar þau fara heim með nýjum eigendum. Greg Tiernan og Conrad Vernon leikstýra myndinni og handrit skrifa Seth Rogen, Evan Goldberg, Kyle Hunter og Ariel Shaffir.

Hér er um að ræða teiknimynd sem inniheldur neðanmittishúmor fyrir allan peninginn, brandara sem reyna ekki einusinni að vera tvíræðir og orðið matarklám fær nýja merkingu. Ef að þú ert eldri en 18 ára, hefur gaman af kolsvörtum húmor og ekki pempía þá er Pylsupartíið klárlega málið. Séð og Heyrt skemmti sér konunglega og gefur henni 4 stjörnur af 5.

Sjá einnig: Seth Rogen hrekkti nokkra viðskiptavini matvöruverslunar í New York, sjá hér. 

Sjá einnig: Myndir frá forsýningu myndarinnar, sjá hér.

Séð og Heyrt alltaf í bíó.

 

Related Posts