Bræðurnir Toby og Tanner Howard eru bankaræningjar. Sá fyrri, yngri og vitrari, fráskilinn faðir tveggja unglingspilta, sá seinni, eldri og eldfimari, laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í tíu ár. Ástæðan fyrir þessari nýju framabraut, bankaránum: að forða æskuheimili sínu og fjölskylduarfinum frá því að lenda í höndum lánardrottna.

Fleira verður ekki gefið upp um söguþráðinn, en hér er á ferð úrvals nútíma vestri, með góðri sögu, sem lögð er á tjaldið fyrir framan mann hægt og rólega án tæknibrellna, sprenginga og mikils hasar.

13995553_885054008305864_4468922606593733234_o

Það eru gæðaleikarar í öllum hlutverkum. Chris Pine leikur yngri bróðirinn, og sýnir svo sannarlega hér að hann er ekki bara snoppufríður, heldur verður betri leikari og betri með hverri mynd. Ben Foster leikur eldri bróðirinn og stimplar sig inn sem leikara sem veldur alveg aðalhlutverki í kvikmynd. Gamla kempan og Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges leikur lögreglumanninn sem eltir slóð bræðranna og Gil Birmingham, sem maður kannast við úr fjölda aukahlutverka, félaga hans.

Leikstjóri er David Mackenzie, handritið skrifar Taylor Sheridan, sem skrifaði handrit kvikmyndarinnar Sicario (2015) og er hann einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem David Hale í fyrstu þremur seríum sjónvarpsþáttanna Sons Of Anarchy.

Hér er einfaldlega gott bíó á ferð, góð saga, góðir karakterar sem góðir leikarar sjá um að við hlægjum að og með, jafnvel finnum til með. Myndin er að fá fantagóða dóma hjá öllum gagnrýnendum og á IMDB er hún með 8,2. Séð og Heyrt hefur engu við fá einkunnagjöf að bæta og nú er bara að drífa sig í bíó og sjá þessa gæðamynd, sem líklega mun fá nokkrar tilnefningar hjá Óskari frænda á næsta ári.

Þetta höfðu nokkrir bíógestir á forsýningu hennar að segja um myndina:

„Myndin var góð,ákveðinn boðskapur og svartur húmor og fínasta afþreying.“

„Nokkuð góð.“

„Fínasta afþreying „cowboystyle“ almost good guy and his bad brother. Nokkrir brandarar along the way, ef ég hefði verið þreytt þá hefði ég alveg getað dormað yfir þessari.“

„Sagan góð en frekar róleg. Frekar spes mynd.“

„Svolítið langdregin en með skemmtilegum persónum með húmor og svo í grunninn falleg hugsun hjá þeim bræðrum. Gefa skít í kerfið sem reynir að græða á litla manninum.“

Séð og Heyrt alltaf í bíó.

Related Posts