September er runninn upp á dagatalinu. Fjöldi laga er til þar sem orðið september kemur fyrir í titli og/eða laginu sjálfu. Það er því ekki úr vegi að athuga hvort það sama sé í kvikmyndheiminum og hér skoðum við nokkrar myndir þar sem september kemur fyrir í titli myndarinnar.

mv5bmtgynti3njm0of5bml5banbnxkftztgwnty4mtq3nje-_v1_sy1000_cr0012391000_al_

SEPTEMBERS OF SHIRAZ (2015): Fjölskylda á flótta Salma Hayek og Adrien Brody leika gyðingahjón sem yfirgefa allt sitt og flýja með fjölskyldu sína frá borginni Shiraz í Íran rétt áður en byltingin varð þar 1979. IMDB: 5,6.

mv5bndm5mzkxodc5nv5bml5banbnxkftztgwmtmymza0mde-_v1_sy1000_sx690_al_

SEPTEMBER (2007): Kraftur vináttunnar Áströlsk mynd um vináttu tveggja 15 ára drengja, annar er hvítur og hinn svartur, sem reyna að halda vináttuböndum þrátt fyrir að félagslegar og pólítískar aðstæður reyni að slíta þá í sundur. IMDB: 6,5.

mv5bntexztdjndmtyzaxyi00zgi1lthkntctzmi1zdhky2m5nzczxkeyxkfqcgdeqxvymzk3ntuwoq-_v1_

COME SEPTEMBER (1961): Vandræði koma í þrennum Vellauðugur athafnamaður mætir snemma í árlegt sumarfrí sitt í ítalska villu og kemst þá að því að unnusta hans er orðin þreytt á að bíða eftir bónorðinu og búin að segja já við annan, húsvörðurinn hefur leigt villuna út sem hótel til að græða aukapeninga og gestir hótelsins eru allt ungar stúlkur sem eiga í mestu vandræðum með ítalska aðdáendur sína. Stjórstjörnur þessa tíma, Rock Hudson og Gina Lollobrigida, leika aðalhlutverkin. IMDB: 7,1.

see_you_in_september_-_dvd_cover

SEE YOU IN SEPTEMBER (2010): Ástir einhleypra Lindsay er metnaðargjörn og gengur vel í starfi en gengur illa að finna hinn eina sanna, þrátt fyrir að karlmenn elti hana. Þegar sálfræðingur hennar fer í frí, ákveður hún að græja sinn eigin stuðningshóp, einstaklinga sem glíma við sama vandamál og hún. Á meðal þeirra eru tveir glæpamenn sem ræna hópinn og skilja einstaklingana eftir bundna saman, þannig að það eina í stöðunni er að ræða saman og leysa vandamálin. IMDB: 4.7.

september-1987-02-g

SEPTEMBER (1987):Ástarflækjur Mynd Woody Allen sem gerist í sumarhúsum í Vermont og fjallar um Howard sem verður ástfangin af Lane, sem er í sambandi við Peter, sem er að falla fyrir Stephanie, sem er gift og á börn. IMDB: 6,7.

mv5bmtuzmdkxotk4nl5bml5banbnxkftztgwote1mda3nje-_v1_sy1000_cr006761000_al_

LIZ IN SEPTEMBER (2014): Partígella verður ástfangin Spæsnk mynd sem fjallar um Liz, partígellu og karlagull sem á hverju ári hefur haldið upp á afmælið sitt á karabískri strönd með vinahópnum. En árið í ár er öðruvísi. Liz er veik en felur veikindi sín fyrir vinum sínum. Þegar ung kona kemur til sögunnar mana vinir Liz hana til að reyna við ókunnugu konuna. Planið fer þó öðruvísi en til stóð. IMDB: 5,6.

 

 

 

 

 

Related Posts