Það er ekki bara Hollywood sem framleiðir myndir á færibandi, þó að mestu peningarnir, glamúrinn og markaðssetningin liggi líklega þar. Önnur lönd hafa líka og eru enn að framleiða frábærar myndir sem vekja athygli og margar þeirra verða klassísk hjá kvikmyndaaðdáendum. Hér tökum við fyrir nokkrar frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Muriels-Wedding

MURIEL´S WEDDING (1994)
Toni Collete leikur hina hallærislegu Muriel, hún er ABBA-aðdáandi númer eitt og dreymir um hið fullkomna brúðkaup með föngulegum fola. Líf hennar breytist svo um munar þegar hún tæmir bankareikning foreldra sinna, eltir „vinkonur“ sínar í ferðalag og kynnist hinni uppreisnargjörnu Rhondu (Rachel Griffiths). Þessi mynd er stórskemmtileg og nokkur atriði valda því að maður fær rykkorn í augun. Svo er hún „must see“ ef þú elskar ABBA. Myndin fékk fjölda verðlauna, þar á meðal Golden Globe-tilnefningu fyrir bestu leikkonu í söng/gamanmynd. IMDB: 7,2.

yNug4gQbksN0bVc86vVkhURsC5a

THE ADVENTURES OF PRISCILLA, QUEEN OF THE DESERT (1994)
Tvær dragdrottningar, sem Hugo Weaving og Guy Pearce leika, ásamt transkonu, sem Terence Stamp leikur, ferðast um á rútu, sem þær kalla Priscilla, á milli gigga og hitta fjölda áhugaverðra einstaklinga og hópa á ferðum sínum. Myndin vakti athygli heimsbyggðarinnar á áströlskum kvikmyndum og LGBT-einstaklingum. IMDB: 7,5.

MV5BZDgwYzg5ODYtMTA1MC00YmZjLWI3YmYtOWQ4YjJmMTRkZjgxXkEyXkFqcGdeQXVyNjU1MTEwMjI@._V1_

BAD BOY BUBBY (1993)
Kolsvört komedía um hinn 35 ára gamla Bubby, leikinn af Nicholas Hope, sem býr hjá móður sinni og hefur aldrei séð heiminn fyrir utan skítugu íbúðina sem þau búa í. Eftir áralangt harðræði af hálfu móður sinnar nær Bubby að flýja og eftir það hefst ferð til sjálfsuppgötvunar. IMDB: 7,5.

MV5BMjQzNjIxOTI4OF5BMl5BanBnXkFtZTgwMzQwNTg5NzE@._V1_SY1000_CR0,0,677,1000_AL_

THE DARK HORSE (2014)
Eldklár skáksnillingur, leikinn af Cliff Curtis, sem hefur sína djöfla að draga finnur tilgang í lífinu með því að kenna börnum sem minna mega sín reglur skáklistarinnar sem og lífsreglurnar. IMDB: 7,7.

MV5BZDBhNWI4NjctMDYwMS00ZTljLWI2ZjctNjM2NGZjZTVhOGYwXkEyXkFqcGdeQXVyMzkwOTY0Ng@@._V1_SY1000_CR0,0,696,1000_AL_

PENNY BLACK (2015)
Hin sjálfumglaða Penny Black, leikin af Astra McLaren, ferðast um Nýja-Sjáland til að reyna að bjarga atvinnu sinni og rándýrum lífsstíl. Hún kynnist Guy (Anton Tennet) sem fær hana til að slaka á og líta lífið öðrum augum. IMDB: 8,3.

MV5BZWQzNGQ5ZGUtZGEzZC00MjE4LTg1NGYtMWZlNjY1Yjk0NDM5XkEyXkFqcGdeQXVyMjU1Njc3NTk@._V1_SY1000_CR0,0,659,1000_AL_

ORPHANS & KINGDOMS (2014)
Þrír uppreisnargjarnir og munaðarlausir unglingar brjótast inn á heimili einmana manns, leikinn af Colin Moy, og taka hann til fanga. Þessi eina nótt mun breyta öllu í lífi þeirra. IMDB: 8,3.

Séð og Heyrt horfir á kvikmyndir alla daga.

Related Posts