Bíll vikunnar hjá Séð og Heyrt er Rambler American, árgerð 1966. Sú árgerð fékk andlitslyftingu en framendi bílsins var lengdur til að bæta 7,6 sentímetrum við vélarrúmið. Þetta hafði það í för með sér að loks var hægt að setja loftkælingu í sex strokka útgáfu bílsins. Glæný átta strokka vél var einnig hönnuð fyrir bílinn en hún skilaði af sér 225 hestöflum – hörkukaggi.
Nokkrir bílar voru fluttir inn til landsins á sjöunda áratugnum en þó í takmörkuðu magni þar sem innflutningurinn stóð stutt yfir.

IMG_4023

ÞESSI ER Á ÍSLANDI: Þennan forláta Rambler má finna í rjóðri í Reykjavík.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts