Bíll vikunnar er Mercury Marquis frá sjötta áratugnum. Ekki er nú mikið eftir af bílnum og því þurfa lesendur að ímynda sér hversu glæsilegur kaggi þetta var.

Það sem vekur enn meiri athygli er að bíllinn situr hjá Síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Í september 1934 var hlutafélagið Djúpavík stofnað á Hótel Borg í Reykjavík með það að markmiði að byggja og reka síldarverksmiðju í Djúpavík en byggingarframkvæmdir höfðu hafist fyrr á sama ári. Síldarverksmiðjan var tekin í gagnið árið eftir og var stærsta bygging sem reist hafði verið úr steinsteypu á landinu, búin fullkomnustu tækjum og skilaði góðum árangri í lýsis- og mjölvinnslu. Síldarævintýrinu lauk og vélarnar í Djúpavík þögnuðu árið 1954.

Untitled-63

Ekki mikið eftir en flottur er hann.

Hrafn Gunnlaugsson heillaði marga með mynd sinni „Blóðrautt sólarlag“ en hún fjallar um tvo Reykvíkinga sem ákveða að halda í sumarleyfi í eyðiþorp úti á landi, klyfjaðir brennivíni, byssum og öðrum skotfærum. Ferðin er hugsuð sem skemmtiferð í náttúrunni en fljótlega breytist ferðin í hreina hrollvekju en myndin var tekin upp í Djúpuvík.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts