Um kvöldmatarleytið á mánudaginn gekk frönsk ferðakona inn í anddyri Vesturbæjarlaugarinnar og keypti sér aðgöngumiða.

Svo gekk hún til búningsherbergja en gerði þá stóru skyssu að ganga niður tröppurnar en ekki upp þar sem kvennaklefarnir eru.

Sú franska var alveg grunlaus og fékk sér skáp á mannlausum gangi, klæddi sig úr, gekk frá fötunum og klæddi sig í doppótt bikiní áður en hún gekk inn í sturtuklefann en siður útlendinga er að ganga þangað ekki naktir líkt og heimafólk.

Nú brá svo við þegar konan kom fyrir hornið að við henni blöstu naktir karlmenn í tugatali, að spjalla, þurrka sér, hlæja og gantast.

Konan í bikiníinu fraus á blautum flísunum. Greip fyrst um brjóst sér, síðan skaut og loks reytti hún hár sitt og gaf frá sér lágt óp sem líktist kvaki í smáfugli. Hljóp síðan til baka að skáp sínum sem hún átti erfitt með að finna þar sem gleraugun voru þar læst inni, fátið var óstjórnlegt og alltaf hækkaði tístið.

Kom þá ungur baðvörður og spurði hana á lýtalausri ensku: „Are you lost?“ Opnaði síðan réttan skáp fyrir konuna sem þreif fötin í fangið og saman hurfu þau upp bakdyramegin upp í kvennaklefann á efri hæðinni.

Ekki er vitað hvort konan fór út í laugina eftir lífsreynsluna í karlaklefanum.

Síamsköttur hefur sést í búningsklefa Laugardalslaugarinnar, mávur hefur flogið inn í Sundhöllina við

eir’kur j—nsson

Barónsstíg en eldri kona á bikiníi hefur aldrei áður sést í karlaklefa Vesturbæjarlaugarinnar.

Allt gerir þetta reyndar lífið skemmtilegra – eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts