Beyonce Knowles (34) og Mariah Carey (45):

Tvær af stærstu söngdívum heims gætu sameinað krafta sína á næstu misserum.

Beyonce Knowles og Mariah Carey voru mættar á góðgerðarsamkomu HeartView Global síðasta fimmtudag og sátu á borðum hlið við hlið. Samvkæmt heimildarmönnum sem voru viðstaddir samkomuna spjölluðu Beyonce og Mariah um það að vinna saman að lagi.

Söngkonurnar eru með sama umboðsmann, Jon Schwartz, svo það yrði varla mikið vesen að koma þeim saman í upptökuver.

Þrátt fyrir að ekkert sé grafið í stein í þessum málum er ljóst að aðeins hugsunin um þessar tvær stórstjörnur saman er frekar töff.

GÓÐAR SAMAN: Beyonce og Mariah skemmtu sér vel á góðgerðarsamkomunni.

GÓÐAR SAMAN: Beyonce og Mariah skemmtu sér vel á góðgerðarsamkomunni.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts