Þeir eru risastórir, gullfallegir og gæfir hundarnir sem spila aðalhlutverkin ásamt börnum í gullfallegri myndaseríu rússneska ljósmyndarans Andy Seliverstoff. Myndirnar ná vel að fanga ást hans og virðingu fyrir þessum fallegu dýrum og hæfileika hans um leið.

Nýjasta myndaserían heitir Little Kids and their Big Dogs og í gáskafullum jafnt sem árstíðabundnum myndum nær Seliverstoff vel að fanga ást sína á hundunum og einnig börnin sem elska þá.

Myndirnar eru einstaklega fallegar þar sem að stór hundur ýmist situr og starir ástúðlega á vin sinn barnið eða leikur við það í gáskafullum leik. Vinirnir hoppa, skoppa og dansa saman í laufahrúgu eða nýföllnum snæ. Og á sumum þeirra þá kúra þeir hvor upp við annan.

Myndirnar sýna hin órjúfanlegu tengsl og vináttu sem myndast milli hunds og barns.

„Ég tek mér góðan tíma þegar ég mynda hvern hund, þannig næ ég að kynnast persónuleika hans vel,“ segir Seliverstoff á heimasíðu sinni. „Persónuleikinn og karakter hvers hunds er einstakur. Mannleg einkenni sem við sjáum oft í hundunum okkar, eru meðal þess sem fær okkur til að tengjast þeim svo náið. Og það reyni ég að sýna með ljósmyndunum mínum.“

Seliverstoff hefur tekið myndaseríuna saman og mun hún birtast í bók á næsta ári og bera nafnið Little Kids and their Big Dogs eða Lítil börn og stóru hundarnir þeirra.

Fylgjast má með fleiri fallegum myndum Selierstoff á heimasíðu hans   og facebooksíðu hans.

18-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 17-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 16-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 14-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 15-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 13-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 12-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 11-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 9-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 10-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 8-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 6-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 7-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 4-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 3-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 1-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles 2-andy-seliverstoff-reat-dane-chronicles

Séð og Heyrt elskar börn og hunda.

 

Related Posts