Ármann Jakobsson (46) fór á frumsýningu: 

Ármann Jakobsson rithöfundur var í góðum félagsskap Vigdísar Finnbogadóttur en þau skelltu sér saman á frumsýningu á verkinu Horft frá brúnni en það er eftir Arthur Miller sem var eitt virtasta leikskáld Bandaríkjannna á 20. öld. Arthur Miller er ekki bara þekktur fyrir leikverk sín heldur voru hann og þokkagyðjan Marilyn Monroe í skammvinnu hjónabandi en það vakti heilmikla athygli á sínum tíma. Ármann og Vigdís eru miklir áhugamenn um leikhús og voru með samdóma álit á útkomunni.

Framúrskarandi  „Þetta er besta verk sem ég hef séð í langan tíma í Þjóðleikhúsinu og ég kunni mjög vel við verkið. Sessunautur minn, Vigdís Finnbogadóttir, var á sama máli. Okkar upplifun var því mjög góð,“ sagði Ármann glaður í bragði en hann og Vigdís eru miklir áhugamenn um gott leikhús og láta sig sjaldan vanta á frumsýningu.

Leikhús Ármann Jakobsson

VIRÐULEIKI: Ármann Jakobsson rithöfundur og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, voru í góðum félagsskap hvort með öðru á frumsýningunni.

Leikhús Ármann Jakobsson

ÆSKULJÓMINN: Mæðgurnar Sandra og Inga Dóra ljómuðu á frumsýningunni.

ÿØÿá²÷Exif

GEISLANDI: Hjónin Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri ljómuðu í leikhúsinu og hlökkuðu til að berja verkið augum.

Leikhús Ármann Jakobsson

ÁSTFANGIN: Rúnar Freyr Gíslason leikari mætti á frumsýningu með ástinni sinni, Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur.

ÿØÿá³ÀExif

HRESSAR: Þessar tvær voru hressar í leikhúsinu og biðu spenntar eftir að njóta verksins, Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, og Brynhildur Einarsdóttir, eiginkona Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.

Leikhús Ármann Jakobsson

GLÆSILEIKI: Bryndís Jónsdóttir, eiginkona Hilmis Snæs Guðnasonar leikara sem fer með eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar, mætti ásamt dóttur þeirra, Viktoríu Ísold, og kærasta hennar á frumsýninguna og geisluðu þau af glæsileika.

Leikhús Ármann Jakobssson

MYNDARLEG: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri í góðum félagsskap með þeim Melkorku Teklu Ólafsdóttur og Kristjáni Þórði Hrafnssyni.

Leikhús Ármann Jakobsson

SKVÍSUR: Sigríður Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, og Áslaug Magnúsdóttir athafnakona voru alsælar í leikhúsinu.

ÿØÿá·³Exif

FLOTT: Ingvar Sigurðsson leikari, Ragnar Guðmundsson og Harpa Einarsdóttir skemmtu sér vel í leikhúsinu.

Leikhús Ármann Jakobsson

PRÚÐBÚIN: Hjónin Marta Nordal leikkona og Kristján Garðarsson arkitet voru ánægð með sýninguna.

Leikhús Ármann Jakobsson

SÆLLEG: Tommi og Tóta búningahönnuður mættu sælleg og glöð á frumsýninguna.

Leikhús Ármann Jakobsson

BLÓMSTRANDI: Kalli og Ester skelltu sér í leikhúsið með blómstrandi kærustu sonarins, Vilborgu Sigurþórsdóttur, sem á von á sér á næstunni.

Leikhús Ármann Jakobsson

SMARTAR: Kolbrún Bergþórsdóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðstoðarleikstjóri verksins, voru kampakátar í tilefni sýningarinnar.

Leikhús Ármann Jakobsson

LÁTBRAGÐ: Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri með þeim feðgum Robert C. Barber og Alexsander Barber sem mættu í leikhús afar spenntir að horfa á sjónleik án orða þar sem þeir bjuggust ekki við að skilja mikið í íslenskunni.

Séð og Heyrt fer í leikhús.

Related Posts