Tobba Marinos

GLÆSILEG: Tobba alltaf jafn glæsileg

Dægurstjarnan Tobba Marinós er á fullri ferð og ferðast um heiminn með manni sínum og nýfæddri dóttur og lætur sig ekki muna um að segja upp vinnunni sem markaðsstjóri SkjásEins í miðju ferðalagi.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Sumarleyfi með fjölskyldu og vinum í Hollandi. Mikil gleði og grín. Ég var 4 ára.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

Hvítvín.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Vandræðalegur og spennandi úti í vetrarkuldanum eftir skólaball í Hjallaskóla.

HVERNIG ER ÁSTIN?

Lífsnauðsynleg.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Audi A6 eða wv Touareg.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?

Bol og boxer.

BUBBI EÐA SIGUR RÓS?

Bæði. Fjölbreytileikinn er bestur.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?

Að eignast barn.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?

Þau segja nýja sögu í hverri viku enda af nægu að taka.

HVER ER ÞINN HELSTI VEIKLEIKI?

Ég er helst til of mislynd og matsár. Þoli ekki vondan mat en deili honum af mikilli gleði.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?

Vigdís Finnboga og mamma mín.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Fragrant Rice. Dásamleg bók um Balí. Og Downton Abbey þegar Sybil dó. Aumingja Tom. Og hvað verður um litlu Sybbie?

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?

Matreiðsluþætti með Jamie Oliver.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?

Tobba, Tobbs.is, Tobba tjútt, Bogga á Borginni.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?

Þau hlaupa á hundruðum. Ætli það standi ekki upp úr þegar ég nýgræðingurinn mætti í skáldkonupartí til hinnar goðsagnakenndu Yrsu Sig og missti símann í miðju samtali við Björk Eiðs ofan í klósettið. Hljóp svo gargandi inn í stofu: Björk datt í klósettið. Yrsa er enginn auli. Náði bara í uppþvottahanska og sótti símann íklædd háum hælum, kjól – og uppþvottahönskum.

HVAR KEYPTIRÐU RÚMIÐ ÞITT?

Í Betra baki fyrir nokkrum vikum og lífið hefur batnað til muna.

BIKINÍ EÐA SUNDBOLUR?

Bæði. Fer eftir veðri.

SILÍKON EÐA ALVÖRU?

Bæði. Fólk hefur sínar ástæður.

Related Posts