Það vakti heldur betur athygli þegar nakinn maður sást príla niður Buckingham-höllina fyrir helgi. Maðurinn var klæddur aðeins einum sokki og hékk á samanhnýttu laki og voru áhorfendur lengi að klóra sér í hausnum yfir því hvort þetta hafi verið sviðsett eða raunverulegur farsagangur. Fólk var engu að síður ekki lengi að grípa snjallsímana sína og mynda strípalinginn.

Stuttu síðar var gefið upp að þarna voru tökur á ferðinni á kómísku dramaþáttunum The Royals fyrir sjónvarpsstöðina E!
Þar fer Elizabeth Hurley með aðalhlutverkið.

Related Posts