Bergljót Arnalds (47) söng í Köben.

„Frumsamið“ Bergljótu Arnalds var boðið að syngja í menningarhúsinu Kulturhuset í Kaupmannahöfn. Hún flutti frumsamin lög, en auk hennar komu fram söngkonur frá Noregi, Finnlandi og Danmörku.

 Tónleikarnir báru yfirskriftina „Songs for Change“ og fjölluðu þeir um flóttamannastrauminn á okkar tímum og breytingar á loftslagi.
Tónleikarnir voru haldnir úti í 20 stiga hita og sól við Kulturhuset, Islands Brygge og mættu margir.
Bergljótu var vel tekið og hefur hún verið beðin að kanna möguleikann á að koma aftur og halda tónleika.
concert bl&wh 60s Screen Shot 2016-06-13 at 00.12.43
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bergljót syngur fyrir Dani, við á Séð og Heyrt birtum meðal annars frétt hér þegar hún söng þar síðast.
Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts