Sigríður Klingenberg (46) er með einstakan stíl:

Það fer ekkert á milli mála hver er á ferðinni þegar hún mætir á svæðið. Sigríður Klingenberg er þekkt fyrir sérstakan stíl. Og hefur einstaklega gaman af því að klæðast með áberandi hætti. Sigríður hefur einnig ákveðnar skoðanir á fatastíl kvenna og hvernig best er að haga sér þegar kemur að fatastíl og framkomu.

SH_Sigga Kling, Sigga Kling, Sigríður Klingenberg, spákona

EKKERT VIÐHALD – BARA AÐHALD: „Ég treð mér aldrei í aðhaldsnærföt, buxurnar sem ég nota eru úr frábæru teygjuefni sem er með tvöfalt meiri teygju en er í þessum aðhaldsnærfötum. Svo er um að gera að hafa þær nógu háar upp í mittið og þá virka leggirnir himinháir.“

 

Einstök „Ég beiti bara blekkingum, þegar kona er komin með hillu að framan, eins og ég, þá virkar hún með mjórra mitti og lengri leggi. Hillan mín er brjóstahaldari sem ég læt fylla með sófasvampi, sérstaklega sniðugt. Stelpurnar í Kjólum og konfekti sauma fötin mín úr sérstöku teygjuefni sem gefur mér verulegt aðhald, þannig að ég er aldrei í neinum sérstökum aðhaldsbuxum. Buxurnar þeirra virka að öllu leyti sem mikið aðhald,“ segir Sigríður Klingenberg aðspurð um sinn sérstaka fatastíl.

SH_Sigga Kling, Sigga Kling, Sigríður Klingenberg, spákona

SÉRÐSAUMUÐ: Fötin hannar hún sjálf í samstarfi við Kjóla og konfekt: „Þær eru snillingar og kunna sitt fag.“

 

Sigríður lítur sérstaklega vel út þessa dagana og hefur sjaldan verið í betra formi og því lá beinast við að spyrja hvort hún hefði farið í hraðmegrun.

Hver kona getur grennt sig um tíu kíló á stuttum tíma en samt ekki litið vel út, það eru fötin sem skipta máli. Hvernig maður klæðir kroppinn. Ég er til dæmis algjörlega mótfallinn því að konur troði sér í heimaföt. Hvað er það? Hvað ef kona þarf að hlaupa út og er í pokalegum íþróttabuxum sem gerir ekkert fyrir línurnar og svo er kannski bankað og fallegur herra í gættinni, ætlar þú að taka á móti honum með allt hangandi? Ég á ekki heimaföt og mun aldrei eignast.“

SH_Sigga Kling, Sigga Kling, Sigríður Klingenberg, spákona

BARA BRELLA: Sigríður Klingenberg er með einstakan fatastíl. Hún fer aldrei út úr húsi nema í stíl við sjálfa sig.

Sigríður Klinengberg er óspör á visku sína og deilir henni til kvenna á þeim námskeiðum og fyrirlestrum sem að hún heldur. „Það þarf að leiðbeina konum um það hvernig þær geta verið besta útgáfan af sjálfum sér. Ég kenni konum að líða vel í eigin skinni, við vöknum ekkert á morgnana og lítum í spegil með bjútífilter, það væri nú reyndar góð hugmynd að framleiða þannig spegla svo við getum verið gordjöss alla daga. Sko, konur geta verið töff í crocs-skóm ef sjáfstraustið er í lagi því þá skiptir ekki máli hverju þær klæðast en það sakar ekki að beitta brellum til að vera besta útgafan af sjálfri þér,“ segir hin getspaka Sigríður Klinengberg.

SH_Sigga Kling, Sigga Kling, Sigríður Klingenberg, spákona

MEÐ SVALIRNAR Í LAGI: Sigga Kling er ekkert feiminn við ræða um brjóstahaldarann sinn: „Ég læt setja sófasvamp í hann og þá kemur almennileg hilla að framan sem blekkir augað þannig að mittið virkar þvengmjótt.“

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts