Ken (50) og Louise (50) vildu alls ekki missa af tónleikum:

Fögnuðu með fjöldanum Það gerist stundum þegar stórir viðburðir í lífinu eru skipulagðir með fyrirvara að þeir geta seinna rekist á við aðra viðburði í dagatalinu. Sú varð raunin hjá Ken og Louise Thomas frá Swansea í Englandi. Þau byrjuðu að skipuleggja brúðkaupsdaginn fyrir sjö mánuðum og á sama tíma gaf dóttir Louise þeim miða á tónleika Lionel Richie.

Ken og Louise sögðu já fyrir framan örfáa vini og ættingja, einungis 12 gestir voru viðstaddir og eftir að hafa borðað og skálað, ruku þau af stað og djömmuðu með 27 þúsund ókunnugum á tónleikunum. Þau voru enn í brúðkaupsdressinu þegar þau mættu í Liberty Stadium á tónleika Richie. Kappinn byrjaði tónleikaferðalag sitt um Bretland einmitt þar, en hann er nú í tónleikaferð um Evrópu.

Dóttir Louise sagði að þeim hefði liðið eins og rokkstjörnum „það voru allir að klappa fyrir þeim, óska þeim til hamingju og biðja um selfies með þeim,“ sagði hún í viðtali við Daily Mail.

3579B52500000578-3650232-image-a-7_1466422973856

3579B53F00000578-3650232-image-a-12_1466417488825

 

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts