Vilhelm Einarsson (31), yfirpizzagerðarmaður á Shake & Pizza:

Beikonsultupizza Shake&Pizza hafnaði í fjórða sæti í stærstu pizzasamkeppni í heiminum í Las Vegas, International Pizza Expo. Þeir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson voru landi og þjóð til sóma og aðeins hársbreidd frá því að komast í úrslit.

TVEIR GÓÐIR: Simmi og Villi taka vel á móti þeim gestum sem mæta á Shake & Pizza og bjóða þeim upp á framandi og góðar pizzur.

TVEIR GÓÐIR: Simmi og Villi taka vel á móti þeim gestum sem mæta á Shake & Pizza og bjóða þeim upp á framandi og góðar pizzur.

Pizza „Við tókum þátt í flokki sem heitir ,,International Non-traditional pizza of the year“. Það er keppt í fimm flokkum og það eru keppendur alls staðar úr heiminum. Margir Bandaríkjamenn og Ítalir en ég held ég geti hengt mig upp á það að við séum fyrstu Íslendingar sem tökum þátt,“ segir Vilhelm.

„Í okkar deild voru 60 keppendur og við skilum okkur í fjórða sæti sem er alveg frábært. Við bjuggumst ekki við að komast svona langt en við vissum að við værum með alveg geggjaða pizzu í höndunum. Þegar við komum út þá sáum við að við vorum ekki að keppa við neina áhugamenn og við erum því mjög sáttir með að lenda í fjórða sætinu.“

 

Næstum í úrslit

Með Beikonsultupizzunni komust félagarnir langt í keppninni og minnstu munaði að þeir kæmust í úrslit keppninnar.

VEGAS: Sigmar og Vilhelm mættu með Beikonsultupizzuna til Vegas og höfnuðu í fjórða sæti.

VEGAS: Sigmar og Vilhelm mættu með Beikonsultupizzuna til Vegas og höfnuðu í fjórða sæti.

„Hefðum við sikilað okkur í þriðja sæti þá hefðum við farið í úrslit og við vorum ekki nema 0,03 stigum frá því að lenda í þriðja sætinu og þá hefðum við átt möguleika á að keppa um tiltilinn „Pizza maker of the year“. Það er eitthvert verðlaunafé, nokkur þúsund dollarar fyrir sigurvegarann, en titillinn er mun merkilegri. Sá sem vinnur þessa keppni má merkja veitingastaðinn sem með titlinum „Pizza maker of the year“ og það er gríðarlega stórt.“

„Þetta er í þriðja sinn sem ég fer á sýninguna en hef aldrei keppt áður. Þú sækir um að fá að taka þátt og gefur lýsingu á pizzunni þinni og svo færðu úthlutað keppnisrétti ef þú ert með nógu frambærilega pizzzu, bara það að fá inngöngu í keppnina er mikill heiður,“ segir Vilhelm. En ætla þeir að taka aftur þátt á næsta ári?

„Ég þarf að beina þessari spurningu til Simma Vill,“ segir Vilhelm og hlær.

 

Galin pizza

Beikonsultupizza kemur kannski mörgum spánskt fyrir sjónir en nafnið eitt kitlar bragðlaukanna.

„Við vorum bara hérna í tilraunaeldhúsi í sumar þar sem matseðilinn okkar varð til. Þar voru saman komnir menn með mikla og góða bragðlauka og við vorum sammála um að það þyrfti eitthvað að vinna meira með þessa pizzu.“

GALIN: Beikonsultupizzan er alveg galin en þess virði að prófa enda engin pizza hér á landi sem hefur náð jafngóðum árangri í International Pizza Expo.

GALIN: Beikonsultupizzan er alveg galin en þess virði að prófa enda engin pizza hér á landi sem hefur náð jafngóðum árangri í International Pizza Expo.

„Eins og Simmi segir þá er þetta algjörlega galin pizza, hún er svo góð. En svona án alls gríns þá kemur hún virkilega á óvart. Fólk er oft mjög hrætt að prófa svona pizzur en best er að tveir til þrír mæti saman og velji sér sína pizzu, taki til dæmis hálfa og hálfa, og þá muntu pottþétt verða sáttur.“

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts