Beikonbræður láta gott af sér leiða:

MATARHÁTÍÐ ALÞÝÐUNNAR STÆRRI MEÐ HVERJU ÁRI

Beikonbræður sem standa að Matarhátíð alþýðunnar styrktu Æfingastöð styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til kaupa á augnstýribúnaði. Búnaðurinn virkar eins og tölvumús sem börnin stjórna með augunum. Þessi búnaður mun nýtast börnum með CP heilalömun mjög vel.

„Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sinnir breiðum hóp barna og ungmenna með margvíslegan færnivanda. Eitt af hlutverkum Æfingastöðvarinnar snýr að því að efla tjáskiptafærni þeirra sem til okkar koma. Miklar tækniframfarir hafa orðið á því sviði undanfarin ár og hefur staðurinn ekki náð að fylgja því eftir með endurnýjun á búnaði. Því hefur verið ákveðið að styrkurinn fari í að kaupa búnað sem nýta má til tjáskiptaþjálfunar fyrir þau börn sem ekki nota talmál. Keypt verður tölva sem stjórnað er með augunum (eye gaze). Auk forrits sem heitir Look to learn sem er sérstaklega hannað til að þjálfa augnstýringu á skemmtilegan og gagnvirkan hátt. Þessi styrkur kemur Æfingastöðinni einstaklega vel og þökkum við Beikonbræðrum kærlega fyrir styrkinn“ segir Jónína Aðalsteinsdóttir Iðjuþjálfi hjá Æfingastöðinni

Matarhátíð alþýðunnar fór fram á Skólavörðustígnum síðustu helgi. Hátíðin gekk mjög vel og var vel sótt. Hátíðin sem síðustu fimm ár hefur gengið undir nafninu Reykjavík Bacon festival, hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og var nú ekki aðeins beikon á boðstólnum heldur gátu gestir og gangandi notið alls þess besta sem íslenskir bændur hafa upp á að bjóða ásamt því að njóta þeirra fjölmörgu skemmtiatriða sem voru í boði.

Að baki hátíðinni standa svínabændur, kjúklingabændur, sauðfjárbændur og kúabændur. Skipulagning hátíðarinnar hefur öll verið unnin í sjálboðavinnu og ágóði af hátíðinni hefur runnið til góðgerðarmála, en undanfarin ár hafa Barnaspítali hringsins, Hjartadeild LSH, Umhyggja, Vilborg Arna og Hjólakraftur notið góðs af hátíðinni.

Myndataka: OZZY.

Frá vinstri: Valrós Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Alda Pálsdóttir, Árni Georgsson, Gerður Gústavsdóttir, Allison Schafer, Jónína Aðalsteinsdóttir, Benedikt Ingi Tómasson,Vilmundur Gíslason, Agnes Freyja og Hilmir Bjarki Myndataka Ozzy

Frá vinstri: Valrós Sigurbjörnsdóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Alda Pálsdóttir, Árni Georgsson, Gerður Gústavsdóttir, Allison Schafer, Jónína Aðalsteinsdóttir, Benedikt Ingi Tómasson,Vilmundur Gíslason, Agnes Freyja og Hilmir Bjarki.

20160811_124429

Þau Agnes Freyja og Hilmir Bjarki tóku við gjöfinni fyrir hönd Æfingastöðvarinnar en þau eru bæði í þjálfun þar.

IMG_3152

Lestu viðtal við beikondrottninguna Allison Schafer í nýjasta blaði Séð og Heyrt.

IMG_3135 IMG_3118

Séð og Heyrt borðar beikon reglulega.

Related Posts