Nú er mánuður til jóla og hjá fjölmörgum er það ómissandi hluti af biðinni að horfa á jólamyndir. Úrvalið af kvikmyndum sem gerast á jólum eða í kringum jól er mikið og margar jólamyndir eru orðnar klassískar meðal kvikmyndaunnenda. Hér kíkjum við á nokkrar sem flestar eru fyrir alla fjölskylduna.

love-actually-wedding-scene-590ac062310

LOVE ACTUALLY (2003): Ástin er allt um kring Bresk gæðamynd með rjóma þarlendra leikara sem segir sögur nokkurra ólíkra einstaklinga sem þekkjast og tengjast mismikið. Sögurnar fjalla allar um ástina og ólíkar leiðir sem fólk fer til að finna hana. Þú fellir bæði gleði- og sorgartár yfir þessari mynd. IMDB: 7,7.

its-a-wonderful-life-sequel

IT´S A WONDERFUL LIFE (1946): Jólamynd allra jólamynda George Bailey óskar sér að hafa aldrei fæðst og engill er sendur til jarðar til að uppfylla þá ósk hans. Bailey byrjar hinsvegar að átta sig á því hversu marga líf hans og gerðir hafa snert og haft áhrif á og hvernig líf þeirra væri öðruvísi hefði hans ekki notið við. Svarthvít klassík sem eldist ótrúlega vel og er orðin sannkölluð jólaperla. IMDB: 8,6.

the-holiday

THE HOLIDAY (2006): Ástin finnst á nýjum stað. Tvær konur, Iris sem býr í sveitinni í Englandi, og Amanda sem býr í Los Angeles, hittast á Netinu á húsaskiptavefsíðu og ákveða að skiptast á húsum yfir jólahátíðina. Báðar hafa verið óheppnar í ástamálum en á nýjum stað gerist það sem hvorug ætlaði, þær verða ástfangnar. Amanda af bróður Irisar, ekkli með tvær ungar dætur og Iris af kvikmyndatónskáldi. IMDB 6,9.

the-family-stone

THE FAMILY STONE (2005): Stórskrítin stórfjölskylda Stone-fjölskyldan hittist alltaf á jólunum og ein jólin kemur Everett, elsti sonurinn, með kærustu sína með sér. Kærastan slær ekki í gegn, svo vægt sé til orða tekið, hún þykir snobbuð, stíf og málglöð. Hún fær systur sína til að koma og hjálpa sér og þá fyrst flækjast málin. Nær Everett að bera upp bónorð áður en jólin eru á enda? IMDB: 6,3.

image-2

NATIONAL LAMPOON´S CHRISTMAS VACATION (1989): Fullkomin fjölskyldujól Fjölskyldufaðirinn Clark Griswold er mikið jólabarn og langar ekkert frekar en að halda hin fullkomnu jól fyrir stórfjölskylduna. Hann er búinn að bjóða foreldrum og tengdaforeldrum, frænda og frænku. Þrátt fyrir fjölmörg skakkaföll heldur hann í jólaskapið, allt þar til hann fær ekki jólabónusinn sem hann gerði ráð fyrir til að borga öll herlegheitin með. Ef þú veltist ekki um af hlátri yfir þessari mynd er eitthvað að þér í hláturvöðvanum. IMDB: 7,6.

image

HOME ALONE (1990): Barn á móti bófum. Þegar fólk á heilan haug af börnum er hætt við að eitt þeirra geti gleymst og það gerist akkúrat í þessari bráðskemmtilegu fjölskyldumynd. Fjölskyldan gleymir Kevin, yngsta fjölskyldumeðlimnum, heima og heldur í frí til Parísar. Í fyrstu nýtur Kevin þess að vera sinn eigin herra en þegar innbrotsþjófar hugsa sér gott til glóðarinnar að ræna húsið þarf hann að bregðast við. Á meðan reynir móðir Kevins að komast aftur heim til sonar síns. IMDB: 7,5.

diehard6-1024x379

DIE HARD (1988): Töffarar taka ekki jólafrí Lögreglumaðurinn John McClane er nýkominn til Los Angeles til að verja jólunum með fjölskyldunni. En hryðjuverkamenn taka sér ekki jólafrí og hefur hópur slíkra tekið fjölda manns í háhýsi þar í borg í gíslingu. Töffarinn McClane ákveður að grípa til sinna ráða. Tekst honum að bjarga deginum áður en jólasteikin verður of þurr? IMDB 8,2.

Séð og Heyrt horfir á jólamyndir.

 

Related Posts