Um 60 gestum er boðið yfir helgina:

Fótboltastjarnan David Beckham er orðinn fertugur og verður haldið upp á afmælið með pomp og prakt í Marrakech í Marokkó. Þau hjónin David og Victoria Beckham flugu þangað á einkaþotu í gærdag ásamt mörgum af nánum vinum þeirra og fjölskyldumeðlimum en um 60 manns er boðið í afmælið.

Meðal þeirra sem mæta í afmælið má nefna ofurkokkinn Gordon Ramsey og eiginkonu hans Tönu, besta vinin David Gardner og kærustu hans, leikkonuna Liv Tyler, og sjónvarpsstjörnuna Vanessu Feltz og eiginmann hennar.

OFURKOKKUR: Kokkurinn Gordon Ramsey og eiginkona hans Tana eru meðal gesta.

OFURKOKKUR: Kokkurinn Gordon Ramsey og eiginkona hans Tana eru meðal gesta.

Afmælisveislan verður í dag á Amanjena hótelinu. Þau hjónin David og Victoria þekkja það hótel vel en þau dvöldu á því árið 2004 þegar þau endurnýjuðu hjúskaparheit sitt, að því er segir í frétt um málið á vefsíðu Daily Mail.

Myndina hér að ofan setti Victoria inn á instagram en þarna eru þau hjónin við upphaf ferðarinnar til Marrakech.

Related Posts