Guðrún Scheving Thorsteinsson (44) á fullri ferð:

Guðrún Scheving Thorsteinsson er einn eigenda búðarinnar Indiska hér á landi. Vörurnar frá Indiska fá innblástur sinn, eins og nafnið gefur til kynna, frá Indlandi og hefur fyrirtækið allt frá stofnun þess verið duglegt að gefa af sér til góðgerðamála.

Indverskt „Þetta er sænsk verslunarkeðja sem er rúmlega 100 ára gömul. Hún var upphaflega stofnuð af manni sem var í hjálparstarfi á Indlandi og hann gerði indverskar vörur og hönnun vestrænar. Hann byrjaði selja þetta í Svíþjóð og alveg frá upphafi hefur alltaf ákveðinn hagnaður farið í góðgerðastörf til

11. tbl. 2016, eigendur Indiska, Guðrún Scheving, Indiska, SH1603148870

DUGLEG: Guðrún er á fullu í búðarrekstri ásamt því að vera barnalæknir. Geri aðrir betur.

Indlands. Indiska er með ákveðin góðgerðaverkefni hverju sinni og það er hægt að nálgast þau á indiska.com en þar er þetta allt tekið fram,“ segir Guðrún.
„Við notum indverskt handverk. Það er mismunandi handbragð frá mismunandi bæjum í Indlandi og vinnuaflið kemur einnig frá þessum bæjum. Þetta er atvinnuskapandi ásamt því sem hluti af hagnaðinum fer í góðgerðastörf. Það er þessi góðgerðahugsun sem kemur frá þeim sem heillaði mig mest.“

Kynntist Indiska í Svíþjóð

Guðrún Scheving er barnalæknir og því nóg að gera. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort hún hafi tíma fyrir búðarreksturinn.

11. tbl. 2016, eigendur Indiska, Guðrún Scheving, Indiska, SH1603148870

TVÆR GÓÐAR: Guðrún og Sigríður Ragna eru tveir af eigendum Indiska og viðskiptin blómstra.

„Þetta getur verið svolítið flókið. Ég er ekki að vinna í búðinni en ég er eigandi og stjórnarformaður. Þetta getur verið svolítið púsl en þetta er aukagleðigjafi í mínu lífi.
Ég kynntist þessari verslun þegar ég var í námi í Svíþjóð og fannst þetta svo falleg hönnun, ásamt því sem manni líður vel með að versla þarna því góðgerðastarfsemin er svo mikil. Þegar ég kom heim fannst mér ómögulegt að hafa þetta ekki hér, þannig að árið 2012 ákvað ég ásamt þremur öðrum konum að opna búðina hér á landi og það hefur gengið mjög vel. Okkur hefur verið tekið alveg ótrúlega vel og erum mjög glaðar með það.“
Guðrún hefur gaman af búðarrekstri og þegar hún er spurð hvort hún ætli sér að opna fleiri búðir heldur hún öllu opnu.
„Það er nú ekki í plönunum eins og er. Ég er að drukkna í vöktum þessa stundina og nóg að gera en mér finnst þetta það skemmtilegt að það er aldrei að vita.“

 

 

11. tbl. 2016, eigendur Indiska, Guðrún Scheving, Indiska, SH1603148870

FJÓRAR FRÆKNAR: Guðrún og Sigríður ásamt tveimur af starfsmönnum sínum, þeim Kristjönu og Sólveigu, sem sjá til þess að viðskiptavinum Indiska líði alltaf vel og fái frábæra þjónustu.

Related Posts