Þorgrímur Þráinsson (57) með nýja barnabók: 

GERIST Á EM Í FÓTBOLTA

Lokayfirferð Rithöfundurinn vinsæli Þorgrímur Þráinsson vinnur nú að síðustu yfirferð yfir handrit nýjustu bókar hans, Henri og hetjurnar, sem mun koma út fyrir næstu jól.

Í status sem Þorgrímur birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi segir hann stuttlega frá efni og tilurð bókarinnar:

„Aðalpersóna bókarinnar er Henri, franskur strákur sem vinnur á hótelinu í Annecy þar sem leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta dvöldu á meðan þeir tóku þátt í EM. Henri lendir upp á kant við leikmenn, smyglar sér með í Portúgalsleikinn til að hitta Ronaldo, hagræðir sannleikanum og virðist frekar pirrandi gaur en þegar leikmenn heyra hvað hann þurfti að ganga í gegnum í æsku, fer þeim að þykja vænt um hann.“

„Það skemmtilega við þessa bók er að ég skrifaði hana ÁÐUR en við fórum til Frakklands en ég lagaði hana vitanlega eftir EM með tilliti til úrslita og atburða. Og skyggnst verður á bak við tjöldin og óspar gert grín að sumum!!!! Flestir leikmenn koma við sögu, mismikið reyndar en Henri litli á eftir að heilla lesendur, því get ég lofað. Og að munu falla tár,“ segir Þorgrímur.

Á meðfylgjandi mynd má lesa upphafslínur bókarinnar og nú geta aðdáendur Þorgríms farið að láta sig hlakka til, en bækur hans hafa einatt fallið vel í kramið, bæði hjá ungum sem eldri lesendum.

14125577_10154527053543750_3322878835901157930_o

Séð og Heyrt les góðar bækur!

 

Related Posts