Þrususkutlan Cobie Smulders úr How I Met Your Mother og Agents of SHIELD á von á öðru barni sínu með eiginmanninum Taran Killam. Nýlega héldu þau skötuhjúin upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt og eru aldeilis farin að gleðjast yfir viðbótinni í fjölskylduna. Fyrir eiga þau dótturina Shaelyn Cado sem er orðin fimm ára.

Cobie lauk nýverið tökum á stórmyndinni Avengers: Age of Ultron í hlutverki hinnar eitursvölu Mariu Hill.

TÖFFARAR: Cobie er sannkölluð ofurmamma.

Related Posts