Barbapabbi (45) fagnar tímamótum:

barbapapa (1)

SKEMMTILEG: Sögurnar af Barbapabba og fjölskyldu hans eru sígildar og eiga alltaf við.

Hann er stór, bleikur og tekur á sig ýmis form. Hann fagnar 45 ára afmæli um þessar mundir og hefur aldrei verið vinsælli. Flestir þekkja söguna af Barbapabba og fjölskyldu hans.

Þau eru vinaleg og gera aldrei neinum mein. Barbapabbi, Barbamamma og börnin hafa hvert sína sérgáfu. Allir eiga sinn uppáhalds barba hvort sem það er Barbasnjall eða Barbafínn.

Barbapabbi lengi lifir, húrra, húrra, húrra.

Related Posts