Jónína Leósdóttir (60) veltir upp stórum spurningum:

 

Fyndin Jónína Leósdóttir, rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, skemmti gestum í kaffihúsi Iðu þegar hún las upp úr bók sinni Bara ef …, fyrir fullu húsi.

Bara ef … er samtímasaga þar sem persónurnar standa frammi fyrir ýmsum vandræðum sem þær eiga erfitt með að ná tökum á og standa frammi fyrir þessu stóra „bara ef …“ sem getur gert allt miklu betra.

Bara ef … afmælisbarnið hefði ekki heimtað skilnað fyrir framan alla gestina í óvæntu afmælisveislunni.  Bara ef … hægt væri að segja hinum verðandi föður frá jákvæða óléttuprófinu.

Bara ef … krakkarnir heimtuðu ekki hund, sá gamli væri ekki dottinn í það uppi í bústað og sögusagnir um framhjáhald ekki komnar á kreik. Þetta eru meðal stóru ef-anna sem persónur Jónínu standa frammi fyrir og ef þetta væri bara aðeins öðruvísi þá væri líf þeirra örlítið bærilegra.

Related Posts