Baltasar Kormákur (48) er byrjaður að mynda milljarðaverkefnið Ófærð:

mkka stór 2

EINS OG Í HOLLYWOOD: Erill á Skólavörðustíg í morgun.

mokka

Á MOKKA: Séð og Heyrt var stoppað af í myndatökum í gegnum gluggann á Mokka.

Neðsti hluti Skólavörðustígsins í Reykjavík var undirlagður risatrukkum eldsnemma í morgun þar sem Baltasar Kormákur var að taka upp senu fyrir þáttaröðina Ófærð á kaffihúsinu Mokka.

Þetta leit út eins og í Hollywood, tugir starfsmanna á þönum og inn á Mokka var troðið af leikurum, tæknifólki og græjum.

„Það er bannað að mynda hér; við erum að taka upp kvikmynd,“ sagði aðstoðarstúlka Baltasars þegar Séð og Heyrt fylgdist með af gangstéttinni fyrir utan og var því hlýtt þegar klukkan var rétt rúmlega átta í morgun.

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð er milljarðaverkefni, dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem gerð hefur verið hér á landi eins og sjá mátti af tilstandinu á Skólavörðustíg í morgun. Þættirnir hafa hlotið nafnið Trapped á ensku og þegar verið seldir víða um heim. Upptökur verða í Reykjavík, á Siglufirði og á Seyðisfirði.

 

trappe

PLAKATIÐ: Ófærð hefur fengið nýtt nafn á ensku og þarna liggur lík í pollinum á Seyðisfirði og þyrla sveimar yfir.

 

 

Related Posts