Aðstoðarmaður forsætisráðherra stekkur hæð sína í loft upp á túninu fyrir framan Stjórnarráðið í johannesLækjargötu af einskærri ánægju yfir að Eurovision bresti á enn eina ferðina. Svona lýsir gleðin sér í Séð og Heyrt í miðjum verkfallsátökum – og hvergi annars staðar.

Þessi þjóðlega kátína hófst þegar Íslendingar tóku fyrst þátt í keppninni árið 1986 með Gleðibankanum þar sem Pálmi Gunnars, Helga Möller og Eiríkur Hauksson voru send til Bergen í Noregi til að syngja lag Magnúsar Eiríkssonar í Grieg-höllinni þar sem Haraldur Noregskonungur tók á móti þeim og hljómsveitarstjóranum, Gunnari Þórðarsyni – en hópurinn kallaði sig Icy.

Aðeins einn íslenskur fjölmiðill kveikti á hvað hér gæti verið í vændum og DV hóf að fylgjast með undirbúningnum hjá Icy mörgum vikum fyrir keppnina, fylgdi hópnum hvert fótmál og fréttaflutningurinn var svo magnaður að lesendur, allir sem einn, voru farnir að trúa því að Gleðibankinn myndi vinna í Bergen, aðeins væri formsatriði að mæta.

DV fylgdi þeim alla leið, myndaði í bak og fyrir og fréttir voru sendar heim daglega þar sem hverju fótmáli sigurferðarinnar var lýst svo fjálglega að allir trúðu. Einn morguninn hnerraði Pálmi Gunnarsson við morgunverðarborðið og forsíða DV daginn eftir: ICY MEÐ FLENSU!

Þjóðin stóð á öndinni.

Svo kom reiðarslagið þegar barn frá Belgíu rotaði Gleðibankann með þvílíku höggi að Icy hrapaði niður í 16. sæti stigalistans. Magnúsi Eiríkssyni var ekki skemmt á kokteilbarnum í Grieg-höllinni þegar úrslitin lágu fyrir. Hann hafði upphaflega samið Gleðibankann sem hægan blús en markaðsmennirnir poppað hann upp til helvítis.

„Þetta er mesti fíflasirkus sem ég hef tekið þátt í,“ sagði höfundurinn, tæmdi úr glasinu og fór aftur heim

eir’kur j—nsson

til Íslands með sínu föruneyti.

En allt var þetta skemmtilegt – eins og alltaf.

Eiríkur Jónsson

Related Posts