Tuttugu ára aldursmunur er á parinu:

Spænski hjartaknúsarinn og leikarinn Antonio Banderas er komin með nýja kærustu og virðist hafa náð sér eftir skilnaðinn frá Melaine Griffith. Nýja kærastan er hollensk, heitir Nicole Kimpe, er tuttugu árum yngri en hinn 54 ára gamli leikari, og vinnur sem fjárfestingaráðgjafi.

Í frétt á Olive Press um samband þeirra Banderas og Kimple er haft eftir leikaranum að þau skötuhjúin taki því rólega þessa dagana.“Við erum að læra inn á hvert annað en Nicole er feimin persóna og hefur ekkert með ferill minn að gera,“ segir Banderas.

Ekki er vitað til að fjárfestingaráðgjafinn hafi tjáð sig opinberlega um samband hennar og leikarans.

Related Posts