Svanhvít Valgeirsdóttir (53) fékk góða gesti:

Listakonan og förðunarfræðingurinn Svanhvít Valgeirsdóttir er búsett í Brussel. Hún er höfðingi heim að sækja líkt og félagskonur úr Kvenfélagi Garðabæjar komust að þegar þær tóku hús á henni.

Gaman „Ég fékk heldur betur góða heimsókn til mín um daginn þegar full rúta af hressum konum úr Kvenfélagi Garðabæjar renndi í hlaðið hjá mér. En þær voru í orlofsferð hér í Brussel og litu við hjá mér. Ég bauð þeim upp á ískalt kampavín í sólinni. Þær kíktu á vinnustofuna mína og nokkrar þeirra keyptu kríumyndir sem ég geri með japönsku bleki. Það er alltaf gaman að fá heimsókn frá svona hressum konum,“ segir Svanhvít sem opnaði heimili sitt fyrir glöðum gestum.

brussel

GÓÐ HEIMSÓKN: Kvenfélagskonur úr Garðabæ fengu frábærar móttökur hjá Svanhvíti. Þær skáluðu í kampavíni og sólin lék við þær.

Svanhvít er búsett í Brussel en eiginmaður hennar, Peter Rittweger, starfar í þýska sendiráðinu og því eru þau á eilífu flakki á milli landa en þau voru áður búsett í Lettlandi. Svanhvít er samt með hugann við Ísland, eins og glöggt má sjá á málverkum hennar en hún málar gjarnan vorboðann góða – kríuna.

 

brussel

MÁLAR KRÍUR Í BRUSSEL: Svanhvít er búsett í Brussel en þar er hún með vinnustofu á heimili sínu þar sem hún hugsar til Íslands og málar kríur.

„Ég er að undirbúa samsýningu hér í Brussel sem opnar 19. maí en þar verð ég ásamt sjö þýskum listamönnum. Og í sumar verð ég með sýningu í Hvítahúsi á Snæfellsnesi en ég var þar líka síðasta sumar. Ég bjó sem krakki á Gufuskálum þannig að ég er heimamanneskja á þessum slóðum. Ég hlakka mikið til sumarsins og vona að sem flestir sjái sér fært að mæta,“ segir Svanhvít sem er í óðaönn að undirbúa næstu sýningu.

 

Lesið Séð og heyrt á hverjum degi!

Related Posts