Baldur í Múrbúðinni (58) keyrir um á flottasta bíl bæjarins:

Baldur Björnsson, oftast kenndur við Múrbúðina, er forfallinn áhugamaður um kappakstur. Hann nýtir fríin í að keyra kappakstursbíla á brautum í Þýskalandi en þegar hann er á landinu keyrir hann um göturnar á eldrauðum, glæsilegum Ferrari.

 

Hraðinn heillar „Ég hef alltaf verið með bíladellu svo kynntist ég kappakstursbílunum fyrir átta árum síðan og það varð ekki aftur snúið. Þetta er eins og þegar alkarnir taka fyrsta sopann. Það er erfitt að lýsa þessu, ég varð bara heltekinn,“ segir Baldur.

Baldur, múrbúðin, Sóley Baldursdóttir

SÝNIR HVAÐ Í HENNI BÝR: Sóley að láta ljós sitt skína á Spa, einni frægustu kappakstursbraut í heimi.

Baldur og Sóley, dóttir hans, eru dugleg að keyra kappakstursbíla á brautum úti í heimi.

„Við höfum mest verið að keyra á Spáni en síðustu tvö árin í Þýskalandi. Dóttir mín er með mér í þessu en hún byrjaði ung, einungis 13 ára gömul. Þá þurfti að gera sérstakar ráðstafanir svo hún myndi ná niður á pedalana.“

Gæjarnir elska hana

Sóley hefur fylgt föður sínum en segist þó ekki ætla leggja kappaksturinn fyrir sig. „Ég fékk minn fyrsta kappakstursbíl þegar ég var 15 ára gömul. Ég hef mjög gaman af þessu. Ég hef ekki tekið þátt í keppni en er alltaf að keppa við sjálfa mig. Um leið og ég er komin á brautina þá er ég í keppni vð klukkuna og bæta tímann minn.“

Sóley stundar nám við Verslunarskóla Íslands og viðurkennir að kappakstur sé eflaust ekki hið venjulega sport fyrir unga konu. „Það eru ekki mikið um stelpur eða konur sem eru að keyra á brautunum.“

Baldur, Múrbúðin, Sóley Baldursdóttir

ALGJÖR GÆI: Barnabarn Baldurs, Baldur Leó, er sex ára og á sinn eigin kappakstursbíl. Hérna er hann fjögurra ára með bíllinn sinn sem er eitt og hálft hestafl.

„Sóley er mjög góður ökumaður. Hún er teknísk og hefur góða bremsutækni. Gæjarnir úti elska hana,“ segir Baldur stoltur.

Ferrari 

Baldur er einn af fáum Íslendingum sem hefur prófað Formúlu 1 bíl. „Formúlu 1 bílar eru  hátæknibílar og það er ekkert til sparað. Bara við að setja hann í gang þarf að hafa fjóra til fimm menn á staðnum og það þarf að vinna í bílnum í einn til tvo daga áður en þú byrjar að keyra hann. Það tekur rosalega á að keyra svona bíl og ég játa það að ég er ekki með skrokkinn í það.“

Bíll Baldurs er af gerðinni Radical SR8 sem er breskur kappakstursbíll sem er 480HP.  Í bænum keyrir Baldur hins vegar á Ferrari 599 GTB Fiorano.

Mikil athygli

„Það eru margir spenntir fyrir Ferrarinum. Þegar ég keypti hann fyrst þá geymdi ég hann úti á Spáni en hef nú flutt hann heim. Það eru sumir sem eru að keyra svona bíla bæði á götu og á braut en eftir að hafa prófað alvörukappakstursbíl er ég ekki að fara á Ferrari bílnum á braut, hann getur ekkert miðað við kappakstursbílana. Hann fær samt alltaf mikla athygli á götunum þegar ég keyri hann þar.“

Baldur, Múrbúðin, Sóley Baldursdóttir

GEGGJAÐUR: Baldur á Ferrari 599 GTB Fiorano. Baldur segir hann vekja mikla athygli þegar hann keyrir um götur borgarinnar.

Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts