Markmið Birtíngs útgáfufélags er að bjóða upp á ánægjulega skemmtun og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna með útgáfu vandaðra tímarita og vefja þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Auglýsendur hafa möguleika á að koma skilaboðum sínum á framfæri á fjölbreyttan hátt og ná þannig til sinna markhópa. Auglýsingarnar geta verið allt frá einföldum vörumerkja- og ímyndarauglýsingum til auglýsinga með samspili fróðleiks og skemmtunar.

Hafðu samband við okkur í síma 515 5500 eða sendu tölvupóst á auglysingar@birtingur.is. Auglýsingastjórar veita upplýsingar um fjölbreytt auglýsingatækifæri.

Hér eru helstu upplýsingar um auglýsingapláss á vefsíðunni:

sogh_vef_prentsida2

 

Gjaldskrá Birtíngs útgáfufélags ehf. á efni

1. Fyrir birtingu eða endursögn efnis, sem birst hefur í útgáfuriti félagsins, skal sá sem slíkt efni birtir innan við viku frá útgáfudegi útgáfurits félagsins greiða birtingargjald, 75.000 kr. Gjaldið greiðist einu sinni fyrir hverja frásögn eða frétt sem vitnað er til eða er endursögð. Skylt er að geta heimildar.

2. Sé um að ræða frásögn af viðtali, grein eða öðru efni, sem er vitnað til eða efni endursagt úr útgáfuriti félagsins, á netmiðli skal auk birtingargjaldsins greiða sérstaklega fyrir hvert orð umfram 50 orð, sem hér segir:

a. Netmiðlar með >50.000 notendur samkvæmt lista Modernus um samræmdar vefmælingar
greiði 50 kr. pr. orð.

b. Netmiðlar með >150.000 notendur samkvæmt lista Modernus um samræmdar vefmælingar
greiði 150 kr. pr. orð.

c. Netmiðlar með >200.000 notendur samkvæmt lista Modernus um samræmdar vefmælingar
greiði 200 kr. pr. orð.

Skylt er að geta heimildar.

Auk gjaldskrár þessarar er áskilinn réttur til þess að krefjast skaða- og miskabóta á grundvelli ákvæða höfundarlaga, nr. 73/1972, vegna heimildarlausrar notkunar efnis.

 

Verðskrá ljósmynda

Blöð, tímarit og bækur

 Birting einu sinni, upplag að 100.000  Forsíða  Innsíða
 Tímarit og dagblöð, með greinum eða tengdu efni:  25.000 kr.  12.000 kr.
 Bækur, rafrænar og prent:  26.000 kr.  16.000 kr.

 

Smáprent, bæklingar og kynningarefni (þ.m.t. rafrænar útg.)

 Forsíða Innsíða
Upplag að 2.000 eintökum:  18.000 kr.  12.000 kr.
Upplag að 5.000 eintökum:  30.000 kr.  15.000 kr.
Upplag yfir 5.000 eintökum:  38.000 kr.  20.000 kr.
Endurprentun 30% afsláttur

 

Auglýsingar

Auglýsing í blöð og tímarit, upp að 1/2 af síðu: 35.000 kr.
Auglýsing í blöð og tímarit, upp að 1/1 af síðu: 45.000 kr.
Auglýsing á Netið, hámarkslengd birtingar 18 mánuðir: 25.000 kr.

 

Vefur

Hámarkslengd birtingar eru 18 mánuðir.

Vefmiðlar, ritstjórnarleg not: 10.000 kr.
Mynd á heimasíðu eða bloggsíðu fyrirtækis, verslun og viðskipti, forsíða: 20.000 kr.
Mynd á heimasíðu eða bloggsíðu fyrirtækis, verslun og viðskipti, innsíða: 13.000 kr.
2-5 myndir –      10% afsláttur
6-10 myndir –    20% afsláttur
11 eða fleiri –    30% afsláttur

 

– Ef mynd notast í tvær birtingar eða meira, t.d. bæði í bækling og vef, skal leggja saman báðar birtingar en sú ódýrari á helmingi verðs.

– Öll verð eru vegna birtingar innanlands.  Ef mynd birtist erlendis skal semja um það sérstaklega.

– Fyrir önnur not en þau sem hér koma fram skal semja sérstaklega.

 

Einkanot

Mynd í skjáupplausn til einkanota, ekki ætluð í kynningar- eða auglýsingaskyni.
Birtingarréttur á blogg-  eða Facebook-síðum innifalinn. Öll önnur notkun óheimil:

1 mynd: 3.500 kr.
2-5 myndir, pr. mynd: 2.800 kr.
6-10 myndir, pr. mynd: 2.450 kr.
11 myndir eða fleiri, pr. mynd: 2.100 kr.
Útbúið vefgallerí: 3.500 kr.

 

Mynd í prentupplausn til einkanota, ekki ætlað í kynningar- eða auglýsingaskyni. Birtingarréttur á blogg- og Facebook-síðum, jólakortum og boðskortum innifalinn. Öll önnur notkun óheimil:

1 mynd: 5.000 kr.
2-5 myndir, pr. mynd: 4.000 kr.
6-10 myndir, pr. mynd: 3.500 kr.
11 myndir eða fleiri, pr. mynd: 3.000 kr.
Útbúið vefgallerí: 3.500 kr.

 

Mynd af persónu í prentupplausn til kynningar, t.d. vegna framboðs: 10.000 kr.

 

Birtingarréttur á blogg- og Facebook-síðum, í blöð og tímarit sem almennt kynningarefni, öll önnur notkun óheimil:

 

Útbúið vefgallerí: 3.500 kr.

 

Öll verð með 24% virðisaukaskatti.