Harry Potter bók með stafsetningarvillu:

ÁÆTLAÐ UPPBOÐSANDVIRÐI 3 MILLJÓNIR

Skondið Það er stafsetningarvilla í fyrstu prentun bókarinnar Harry Potter and the Philosopher’s Stone, stafsetningarvilla sem fer auðveldlega fram hjá manni við fyrstu sýn. En ef þú átt eitt eintak (já eða fleiri) af þeim 500 bókum sem innihalda villuna þá gætir þú fengið ríflega 3 milljónir króna (20 þúsund pund)  fyrir bókina á uppboði.

Stafsetningarvillan er á blaðsíðu 53 og er í listanum yfir hvaða hluti tilvonandi nemendur Hogwart eiga að taka með sér í skólann. Eins og sjá má þá er töfrasproti talinn upp tvisvar sinnum. Fyrir þá sem lesið hafa allar bækurnar og/eða séð myndirnar þá er ljóst að það hefði verið gott fyrir Harry og félaga að eiga nokkra slíka á lager, en í bókinni er þetta villa.

BwdopsoCMAAaoUm

Hér má sjá stafsetningarvilluna á blaðsíðu 53.

BwdpVyoIUAE400J

Stafsetningarvillan finnst ekki í seinni útgáfum bókarinnar.

Capture

Uppboðsfyrirtækið London’s Bonhams Fine Books and Manuscripts er með uppboð í nóvember næstkomandi og þar verður eitt eintak af bókinni og er áætlað að hún muni seljast á þessu verði, en bókin væri fengur fyrir safnara.

Kannski eru mestu töfrarnir faldir í því að bók sem kostaði nokkur pund á sínum tíma, nokkur þúsund íslenskar, seljist í dag fyrir þessa fjárhæð.

POTTER

Séð og Heyrt nýtt tölublað komið í verslanir.

Related Posts