Athugsemd frá Guðumundi Rafni Geirdal (55) fyrrum forsetaframbjóðanda:

Ég las viðtalið við mig sem birtist við mig í dag. Ég velti því fyrir mér hvort sá starfsmaður sem hringdi í mig hafi ekki hljóðritað samtalið, því það sem birtist er töluvert öðruvísi en ég man eftir að hafa sagt.

Mikilvægast er að í lokin segir að ef ég fái 1500 meðmælendur, þá taki ég slaginn; þegar ég man eftir aðgeirdal litil hafa einungis sagt að ég taki við meðmælum.

Næstmikilvægast er að ég man ekki eftir að hafa sagst vera að íhuga framboð, heldur að ég væri að hugsa mikið, jafnvel heilmikið, um að framboð væru í gangi. Ég hefði kannski mátt vera skýrari með að ég var að meina þau framboð sem þá þegar voru komin fram.

Þriðja atriðið er að ég man eftir að hafa sagt að ég væri með á stefnunni að sinna daglegri rútínu heima fyrir og í vinnu en ekki að það væri sérstök stefnuskrá í forsetaframboði, líkt og túlka mætti af framsetningu viðtalsins.

Í fjórða lagi man ég ekki eftir að hafa sagt að ef ég yrði forseti, þá myndi ég tvímælalaust reka eða ráða hvern þann ráðherra sem mér þóknaðist; heldur að um þetta tiltekna vald hefði verið fjallað á ráðstefnu um stjórnarskránna í Þjóðminjasafninu.

5) Ég man ekki heldur eftir að hafa talað um að ég hafi stundað skírlífi, né sáðlát, heldur að ég hefði reynt í um 8 ár að ná tökum á tiltekinni æfingu sem fælist í að safna nægilegri lífsorku til að ná að temja hugann.

6) Þá man ég eftir að hafa sagt að ég væri bara ósköp venjulegur Íslendingur að reyna að skilja Indverskan gúrú.

7) Jafnframt man ég eftir að hafa hlegið hátt eftir að blaðamaðurinn hafði lesið klausu úr viðtalinu við mig árið 1996 um að frelsa mannkynið, að ég hefði verið hugsjónamaður þá en væri núna afar praktískur og miðaldra.

8) Ennfremur man ég ekki eftir að hafa sagt að ég væri ekki mjög trúaður, heldur væri ég hlutlaus til trúar. Um leið vissi ég af trúuðu fólki í kringum mig , trúuðu kristnu fólki, svo sem í KFUM en leyfði þeim að iðka sitt í friði. Að vísu kemur þetta með hlutleysið fram síðar í textanum en þetta fyrra atriði, með að ég væri ekki mjög trúaður, man ég semsagt ekki að hafa sagt.

9) Varðandi ástandið í Sýrlandi, þá sagði ég að þar væri nú þegar komin á heimsstyrjöld í hægagangi að mati páfans í Róm í september 2014.

10) Varðandi að ég myndi kalla mig alfræðibókarsinna, þá man ég eftir að hafa sagst vera mikið fyrir Encyclopedia Britannica allt frá 10 ára aldri og ef fólk vildi skilja mig rétt þá fælist það í orðinu „encyclopedist“.

11) Ég man ekki eftir að hafa sagt „ef sá væri gállinn á mér“ heldur að ég gæti til dæmis flett upp á orðinu islam.

12) Varðandi þjóðernistrú, þá minntist ég einnig á Þingvelli.

13) Varðandi fyrirsögnina, þá hefði farið betur að segja eitthvað á borð við að ég væri mikið að hugsa um þau framboð sem fram væru komin.

Lesið viðtalið allt í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts