Eins og gerst hefði í gær en samt eru ellefu ár síðan við hjónin sameinuðumst í fyrsta sinn og síðan hefur lífið verið einn sólskinsdagur.

Þetta var 1. maí 2005 og allt breyttist.

Og auðvitað er ástæða til að halda upp á ellefu ára ástarsamband og ég tók daginn snemma. Skaust, svo lítið bar á, út í blómabúð um leið og ástin mín var að opna augun eftir sætan nætursvefn. En blómabúðin var lokuð á frídegi verkalýðsins þannig að lítið rósabúnt úr Melabúðinni varð að nægja. Svo var pöntuð bandarísk eggjahræra frá Coocoo´s Nest á Granda.

Þá hófust hátíðarhöldin fyrir alvöru. Göngutúr niður á Austurvöll þar sem fylgst var með viðureign Manchester United og Leicester á breiðtjaldi á veitingahúsi en við hjónin deilum áhuga á knattspyrnuleikjum í beinni útsendingu, sem mun sjaldgæft í hjónaböndum. Leikurinn endaði með jafntefli, líkt og flest okkar mál.

„Langar þig ekki í steik með frönskum og béarnaise-sósu í tilefni dagsins?“ spurði ég svona eins og í hálfkæringi og við tókum stefnuna, hönd í hönd, á Snaps á Óðinstorgi en þar eru bestu steikurnar í bænum.

Svo hélt dagurin áfram að líða líkt og allir hinir síðustu ellefu árin og endaði eins og sá fyrsti í hreinni

eir’kur j—nsson

ánægju með þá heppni að hafa kynnst á hárréttum tíma. Svo siglum við inn í tólfta árið og höldum áfram að gera líf okkar skemmtilegra eins og Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á Netinu.

 

Eiríkur Jónsson

Related Posts