Lars Lagerback (67):

Landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Lars Lagerback, er ekki þekktur fyrir að gefa mikið upp um sitt persónulega líf. Lars gefur lítið af sér þegar kemur að þessum málum og vill helst halda fjölskyldu sinni frá sviðsljósinu en fæstir vita til dæmis að Lars á tvö uppkomin börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Barbro Lockheed.

Lars Lagerback

GLÆSILEG: Lars og Hélene eru svo sannarlega glæsilegt par.

Ástin Lars og Barbro kynntust árið 1968 þegar Lars var á sínu síðasta ári í menntaskóla en saman eiga þau Petru sem er 44 ára gömul og Johan sem er fertugur. Ekki liggur fyrir hvaða ár þau giftu sig en eldar ástarinnar slokknuðu og árið 2007 skildu þau.
Árið 2010 fann þó Lars ástina aftur en hann mætti á Sports Gala í Svíþjóð árið 2010 og þá með núverandi kærustu sinni, Hélene Fors. Hélene var á þeim tíma búsett í Sviss og starfaði sem aðstoðarmaður Andy Roxburgh, tæknistjóra UEFA. Þegar blaðamaður Express spurði Lars út í samband þeirra á Sports Gala, svaraði Hélene fyrir þau og sagði að þau væru par en Lars vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvenær þau byrjuðu að vera saman og var mjög dularfullur:
„Ég hef aldrei viljað tala um mitt persónulega líf, ef þið viljið ræða það eitthvað verðið þið að ræða við Hélene,“ sagði Lars við blaðamanninn og Hélene tók í svipaðan streng en staðfesti þó að þau væru par eins og áður segir.

Lars Lagerback

ÞJÁLFARI: Lars er hér í einu af sínu fyrsta þjálfarahlutverki.

 

Lars Lagerback

SKÓLASTRÁKUR: Lars hér í bekkjarmyndatöku árið 1956. Þriðji frá vinstri í efstu röð.

Related Posts