Elva Dögg Melsteð (35) og Garðar Thór Cortes (40) eru nýtt par:

 

Flott saman Tenórinn Garðar Thór Cortes og Elva Dögg Melsteð, skipulagsritari í Hörpu, eru eitt nýjasta og óneitanlega glæsilegasta parið í bænum.

Fegurðardrottningin Elva Dögg, konan sem færði heppnum landsmönnum réttu lottótölurnar í Sjónvarpinu um árabil, skildi við mann sinn til margra ára, Magnús Þór Gylfason, forstöðumann samskiptasviðs Landsvirkjunar, á síðasta ári en hefur nú fundið ástina á ný í örmum stórtenórsins sem er með glæsilegri mönnum og löngum verið eftirsóttur hjá kvenþjóðinni.

Garðar Thór vildi aðspurður ekkert tjá sig um sambandið enda líti hann á ástina sem einkamál. Það er ekki síst tónlistin sem tengir nýja kærustuparið saman en Elva Dögg er tónlistarmenntuð og hefur verið formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju.

Related Posts